Kjósendur VG telja sig illa svikna Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2017 15:05 Líklega eru einhverjir í þessum þingflokki með hiksta núna ef sú þjóðtrú stenst að slíkt sæki að þeim sem talað er illa um. visir/stefán Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017 Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ekki er ofsagt að segja að nú bulli og kraumi og við að sjóða uppúr víða innan vébanda VG eftir að Vísir greindi frá því að þingflokkurinn hafi samþykkt að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þess má víða sjá stað á Facebook og Twitter. Víst er að margir kjósenda Vinstri hreyfingarinnar töldu sig ekki vera að kjósa flokkinn uppá þau býtti að með því væri verið að stuðla að því að Sjálfstæðisflokkurinn væri eftir sem áður við völd.Ég, sem kaus VG: pic.twitter.com/cHSjU3Zcsp— Haukur Viðar (@hvalfredsson) November 13, 2017 Og, í raun höfðu kjósendur enga ástæðu til að telja svo vera. Nú er til þess að gera nýlegur pistill sem þingmaður VG, Kolbeinn Óttarsson Proppé, skrifaði og birti á Vísi, farinn á flug í netheimum. Pistillinn birtist 20. september og þar segir meðal annars: „Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“ Kolbeinn er einn þeirra þingmanna sem samþykkti að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar. Og keppast menn við að rifja upp svigurmæli í garð Sjálfstæðismanna úr röðum VG nú um stundir. Í aðdraganda kosninga lánuð ýmsir nafn sitt á auglýsingu þar sem segir: „Við teljum að Katrín Jakobsdóttir sé best til þess fallin að veita nýrri ríkisstjórn forystu.“ Ekki er loku fyrir það skotið en fullvíst má telja að þetta sé ekki forystan sem menn sáu fyrir sér. Þannig segist einn þeirra, Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku, vissulega hafa skrifað uppá það fyrir kosningar ... „að ég treysti Katrínu Jakobsdóttur best til að veita nýrri ríkisstjórn forystu. Það er enn mín skoðun. En ég sagði líka að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur gæti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum - það væri siðferðilega ekki verjandi. Það er líka enn mín skoðun.“ Hér fyrir neðan má orðsendingar frá ýmsum sem eru sannarlega ekki kátir með nýjustu tíðindi, þeirra á meðal flokksbundnir og jafnvel frambjóðendur flokksins.Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) November 13, 2017 Hér er hægt að skrá sig í Samfylkinguna: https://t.co/vRy9AcNpt5— Samfylkingin (@Samfylkingin) November 13, 2017 Ég skráði mig í fyrsta sinn í flokk fyrir nýafstaðnar kosningar. Nú virðist ég ætla að fá það rækilega í kollinn. Bjarni Ben er hrappur, punktur. Fuck samstarf við D. Þjónn, það situr vinstriflokkur í súpunni minni.— KØTT GRĀ PJE (@KottGraPje) November 11, 2017
Kosningar 2017 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira