Gulli Jóns: Fáum ekki mann nema vera vissir um að hann styrki liðið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júlí 2017 17:10 Gunnlaugur Jónsson vísir/ernir Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, segir það hafa verið vonbrigði að tapa fyrir FH í dag, en er þokkalega ánægður með frammistöðu sinna manna. Skagamenn töpuðu 2-0 í fyrsta leik 12. umferðar Pepsi deildar karla í Kaplakrika í dag. „Við erum kannski ekki alveg nógu ákveðnir í varnarleiknum í fyrri hálfleik, þeir eru að opna okkur í báðum mörkunum ansi illa. Engu að síður, erum við að fá ágætis sóknir í fyrri hálfleik, og það sem ég er kannski ánægðastur með er að við komum virkilega ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, tilbúnir að ná þessu marki sem við þurftum til þess að brjóta upp leikinn.“ „Það voru vonbrigði að ná því ekki (að setja mark á leikinn) og svo undir lok leiksins þá ná þeir meiri völdum og því sem fór,“ sagði Gunnlaugur en hans lið átti fínan kafla í seinni hálfleik þar sem þeir hefðu getað sett eitt mark og hleypt lífi í leikinn. ÍA situr á botni deildarinnar, tveimur stigum frá liði ÍBV, sem á eftir að leika sinn leik í 12. umferðinni. Það er samt engan bilbug að finna á Gunnlaugi. „Staðan er náttúrulega ekkert glæsileg, en við verðum að hafa trú á þessu, og við höfum fulla trú á þessu. Það eru 10 leikir eftir, 30 stig í pottinum, við verðum einfaldlega bara að koma í næsta leik, það er bara þannig. Það er Valur, kannski ekki auðveldasti andstæðingurinn, en við höfum trú á því að við getum náð í úrslit þar, við höfum trú á því að við munum ná að halda þessu liði í efstu deild. Á meðan það er séns á því þá munum við ekki hætta. Verkefnið er vissulega krefjandi en þessi hópur hefur sýnt það margoft að við höfum farið niður í dýpstu dali og komum alltaf upp og það munum við gera aftur, og við munum gera það á þessu ári.“ „Við erum bara að skoða markaðinn, við tökum ekki mann nema við séum alveg 100% á því að hann muni styrkja þetta lið. Það er þannig lagað ekkert stress, við erum að leita, það eru enn þá nokkrir dagar eftir og við sjáum hvað gerist,“ sagði Gunnlaugur aðspurður um viðskipti ÍA í félagaskiptaglugganum, en þau hafa engin verið þrátt fyrir að glugginn hafi verið opinn síðan síðasta laugardag.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA | FH kláraði Skagamenn í fyrri hálfleik Íslandsmeistararnir settu tvö mörk á fyrsta hálftímanum og það var ekki aftur snúið fyrir Skagamenn. 22. júlí 2017 17:00
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti