Innlent

Eldur í bátasmiðju á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/Ernir
Eldur kom upp í húsnæði bátasmiðjunnar Seiglu í Goðanesi á Akureyri fyrr í kvöld. Slökkvistarf gekk vel en óvíst er hvort mikið tjón varð í eldsvoðanum.

Að sögn Hólmgeirs Þorsteinssonar, varaslökkviliðsstjóra á Akureyri fékk slökkviliðið tilkynningu um mikinn svartan reyk frá húsnæðinu rétt fyrir klukkan níu í kvöld.

Slökkvistarf gekk greiðlega og búið var að slökkva eldinn rétt eftir klukkan níu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð en nú verið er að ganga úr skugga um að að búið sé að slökkva í öllum glæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×