Samgönguráðherra líst vel á meira millilandaflug frá Reykjavík Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. júlí 2017 19:00 Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. Ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til.Greint var frá hugmyndum Isavia í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar sagði Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, að með meira millilandaflugi í gegnum Reykjavíkurflugvöll væri hægt að létta á álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra líst ágætlega á þessar hugmyndir og segist tilbúinn til að láta á þær reyna. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London.“ Hann segir að þrátt fyrir að unnið sé að stækkun Keflavíkurflugvallar þurfi meira til, og að bregðast þurfi við því ástandi sem þar ríki. Reykjavíkurflugvöllur sé fullfær um að taka á móti frekari flugumferð. Þá segir hann þessar hugmyndir ekki þurfa að breyta áformum um lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. „Það þarf að ná betur um hlutina þarna suður frá og það er allt saman í vinnu. Það má segja að Isavia hafi verið að berjast nánast við hamfarir á hverju ári þar sem aukningin hefur verið svona langt umfram það sem áætlað er,“ segir Jón. „Það er ekkert sem bendir til annars en að álagið muni halda áfram og þessar hugmyndir sem eru reyndar unnar af hálfu einkaaðila, varðandi mögulegar lestarsamgöngur milli miðborgar Reykjavíkur og Keflavíkur eru alveg óháðar þessu.“ Tengdar fréttir Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Samgönguráðherra telur aukið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli eðlilega þróun í vaxandi flugsamgöngum. Ljóst sé draga verði úr álagi á Keflavíkurflugvöll. Hann vill skoða hugmyndir Isavia þess efnis, með þeim skilyrðum að um verði að ræða hljóðlátari flugvélar, líkt og Isavia leggur til.Greint var frá hugmyndum Isavia í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar sagði Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, að með meira millilandaflugi í gegnum Reykjavíkurflugvöll væri hægt að létta á álagi í Keflavík og stytta ferðatíma flugfarþega. Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra líst ágætlega á þessar hugmyndir og segist tilbúinn til að láta á þær reyna. „Mér finnst þetta vera áhugavert og ég held að þetta sé eðlileg þróun í okkar vaxandi flugsamgöngum, og eitthvað sem við sjáum vera að gerast núna þegar British Airways hefur beint flug frá Íslandi inn á flugvöll í miðbæ London.“ Hann segir að þrátt fyrir að unnið sé að stækkun Keflavíkurflugvallar þurfi meira til, og að bregðast þurfi við því ástandi sem þar ríki. Reykjavíkurflugvöllur sé fullfær um að taka á móti frekari flugumferð. Þá segir hann þessar hugmyndir ekki þurfa að breyta áformum um lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. „Það þarf að ná betur um hlutina þarna suður frá og það er allt saman í vinnu. Það má segja að Isavia hafi verið að berjast nánast við hamfarir á hverju ári þar sem aukningin hefur verið svona langt umfram það sem áætlað er,“ segir Jón. „Það er ekkert sem bendir til annars en að álagið muni halda áfram og þessar hugmyndir sem eru reyndar unnar af hálfu einkaaðila, varðandi mögulegar lestarsamgöngur milli miðborgar Reykjavíkur og Keflavíkur eru alveg óháðar þessu.“
Tengdar fréttir Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30