FME sektar Klettar Capital um 2,5 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 16:42 FME kallaði eftir upplýsingum um starfsemi Kletta eftir að Markaðurinn birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem sagði að félagið annaðist eignastýringu. vísir/vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira