Gaukur mynstrar sig á Pírataskútuna Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2017 15:04 Gaukur kominn um borð í Pírataskipið. Kosningarnar ber brátt að og framboðin eru nú í óða önn við að skipa í sín lið í slag sem er í raun þegar hafin. Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“ Kosningar 2017 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“
Kosningar 2017 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira