Rúmlega 20 milljarða króna hagnaður vegna sölu á Invent Farma Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 08:30 Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Invent Farma. Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Bókfærður hagnaður vegna sölu á spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, sem var nánast að fullu í eigu íslenskra fjárfesta, nam rúmlega 158 milljónum evra, jafnvirði um 21 milljarði króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Invent Invest ehf., móðurfélag Invent Farma og dótturfélaga, en gengið var frá sölu á öllu hlutafé fyrirtækisins í júlí 2016 fyrir um 214 milljónir evra, eða sem nemur um 29 milljörðum króna á þáverandi gengi. Stærstu hluthafar við sölu Invent Farma voru Framtakssjóður Íslands með 38 prósenta hlut, Silfurberg, félag í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda fyrirtækisins, með 27 prósent og þá átti framtakssjóðurinn Horn II ásamt meðfjárfestum tæplega 17 prósenta hlut. Auk þess að hafa hagnast verulega á sölu Invent Farma, en kaupendur að fyrirtækinu voru erlendir fjárfestingasjóðir, leiddir af ráðgjafafyrirtækinu Apax Partners, þá hafa íslenskir fjárfestar fengið greiddan arð úr félaginu fyrir tugi milljóna evra á undanförnum árum. Þeir fjármunir sem fengust við söluna voru greiddir út að stærstum hluta til fjárfestanna í apríl á þessu ári. Söluandvirðinu í evrum var að mestu skipt yfir í krónur skömmu eftir að salan kláraðist fyrir rúmlega ári síðan og því urðu þeir ekki fyrir gengistapi vegna styrkingar krónunnar. Gjaldeyrinn sem fékkst við söluna var að miklu leyti skilaskyldur, samkvæmt heimildum Markaðarins. Invent Farma er á meðal tíu stærstu samheitalyfjaframleiðenda á Spáni og í fyrra nam heildarvelta fyrirtækisins jafnvirði um 13 milljarða króna. Invent Farma á rætur að rekja til kaupa íslenskra fjárfesta, undir forystu Friðriks Steins, á lyfjaverksmiðju á Spáni 2004. Sumarið 2013 seldu flestir þáverandi íslensku hluthafar Invent Farma, utan Friðriks Steins, samtals 61 prósent hlut í lyfjafyrirtækinu til annars vegar Framtakssjóðs Íslands (38%) og hins vegar Burðaráss eignarhaldsfélags (23%), þá framtakssjóður í eigu Straums fjárfestingabanka, fyrir ríflega tíu milljarða. Burðarás seldi ári síðar nánast allan eignarhlut sinn í Invent Farma, eða um 21,7 prósent hlut, fyrir 4,1 milljarð króna. Horn II ásamt meðfjárfestum keypti þann eignarhlut að stærstum hluta – samtals 16,8 prósent – í gegnum IF hlutafélag. Á meðal annarra stórra íslenskra hluthafa við sölu Invent Farma var félag í eigu hjónanna Finns Reys Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, og tryggingafélögin Sjóvá og VÍS.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira