Erlent

Skotárás á sjúkrahúsi í New York

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er við sjúkrahúsið.
Mikill viðbúnaður er við sjúkrahúsið. vísir/afp
Skotum var hleypt af inni á sjúkrahúsinu Bronx Lebanon í New York í Bandaríkjunum rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma í dag, eða um klukkan 19 að íslenskum tíma. Talið er að tveir hafi særst í skotárásinni.

Árásarmaðurinn er enn ófundinn en talið er nær fullvíst að hann sé enn inni á sjúkrahúsinu, vopnaður riffli. Hann er sagður fyrrum starfsmaður spítalans. Sjúkrahúsið hefur verið girt af og fá hvorki starfsmenn né aðrir að fara út á meðan leit stendur yfir.

Beina útsendingu CBS fréttastofunnar má sjá hér.

Uppfært:

AP fréttastofan greinir frá því að einn sé látinn eftir árásina og að sex séu særðir, en þær upplýsingar hafa ekki verið staðfestar af lögregluyfirvöldum. Árásarmaðurinn er einnig látinn en hann hét Henry Bello og var fyrrverandi læknir á spítalanum, en hann var klæddur í hvítan slopp þegar hann réðist til atlögu.

X




Fleiri fréttir

Sjá meira


×