Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 18:53 Fundur formanna með forseta stóð yfir í um þrjá klukkutíma. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sat fundinn í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns. Vísir/Ernir Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira