Testósterónávísanir lækna á Íslandi mun algengari en á Norðurlöndunum og enn að aukast Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2017 11:30 Ef ávísa þarf testósteróni vegna skorts fá sjúklingar það annað hvort sem stungulyf eða í hlaupformi. Vísir/Getty Ávísanir testasteróns eru mun algengari hér á landi en á Norðurlöndunum og bendir allt til þess að ávísanir séu enn að aukast hér. Þetta segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Árið 2016 birti lyfjateymi landlæknis pistil í Læknablaðinu þar sem bent var á að ávísanir testasteróns hér á landi væru mun algengari en á Norðurlöndunum. Ólafur segir í samtali við Vísi að ástæða sé til að hvetja lækna til að vanda sig við greiningar á kynkirtlavanseytingu, það er að segja skort á testasterónframleiðslu í einstaklingum, og fást ekki við slíkar greiningar nema þeir hafi til þess alla burði. Helstu einkenni testósterónskorts eru minnkuð kynhvöt og kyngeta, þunglyndi, svefntruflanir, aukin hætta á sykursýki, minnkaður vöðvamassi, aukin innyflafita, hækkaðar blóðfitur, minnkaður beinmassi, aukin hætta á hjarta- og heilaáföllum og fleira mætti telja.Umhugsunarvert að notkunin sé svo mikil„Það að notkun þessara lyfja sé jafn mikil hér á landi er umhugsunarvert. Ef ekki eru til tölur sem sýna að algengi kynkirtlavanseytingar hér á landi sé meiri en í nágrannalöndunum þá er þetta vísbending um að hér sé verið að ávísa óhóflega af lyfjunum. Það að framleiðsla líkamans á hormóninu minnki upp úr tvítugu hjá karlmönnum er eðlilegt og ef grunur er um ófullnægjandi framleiðslu testósteróns ætti það að vera í höndum innkirtlasérfræðings að meta það,“ segir Ólafur. Á meðfylgjandi mynd frá embættinu má sjá hvernig testasterón ávísunum er enn að fjölga hér á landi og langt fyrir ofan Nágrannalöndin.Embætti LandlæknisSpurningin sem vaknar er hvort testasterónskortur sé algengari hér á landi en á Norðurlöndunum eða hvort læknar hér á landi séu einfaldlega að ávísa of miklu.Vísbendingar um misnotkun áhyggjuefni Tómas Þór Ágústsson, sérfræðilæknir í almennum lyflækningum og innkirtlalækningum við Landspítalann, segir algengi testósterónskorts á Íslandi vera óþekktan. „Ekkert bendir til þess að hann sé algengari hér en í nágrannalöndunum. Hins vegar eru vísbendingar um að misnotkun á testósteróni og skyldum efnum sé algeng hér á landi, sem er áhyggjuefni. Á þessu hefur þó ekki verið gerð formleg úttekt,“ segir Tómas.Fyrr í mánuðinum ræddi læknirinn Teitur Guðmundsson um testósterónskort í Bítinu á Bylgjunni en hann sagði það vera kjánagang að umræða um testósterón sé viðkvæm hér á landi og sagði algjörlega nauðsynlegt að opna umræðu um þessi mál. Teitur sagði að ekki væru allir með testósterónskort en það sé auðvelt að mæla það. Þeir sem þjást af testósterónskorti geti fundið fyrir kyndeyfð, mögulegum risvanda, ásamt öðru sem tengist öryggi karla. Sagði hann að karla á miðjum aldri sem fengið hafa testósterónuppbót frá lækni hafa upplifað að þeir verði ungir aftur og fari að virka. „Konurnar verða ánægðari með karlana sína, karlanir verða ánægðari með sjálfa sig.“ Hann lagði áherslu að ekki væri um neina töfralausn að ræða og ekki eigi allir að fá testósterón, en margir þurfi þess.Það er umhugsunarvert ef læknar líta á þetta sem eitthvað sem þarf að lagfæra með lyfjameðferð sem hugsanlega hefur aukaverkanir. Þetta mætti á vissan hátt kalla einhvers konar lífsstílsþjónustu frekar en raunverulega læknisfræði, segir Tómas Þór Ágústsson læknir.Vísir/GettyAldurstengdar breytingar fullkomlega eðlilegar Tómas Þór segir í samtali við Vísi að testósterónskortur hjá körlum sé ekki einfaldur í greiningu og að ástæður hans geti verið margvíslegar. „Fjöldamargt getur haft áhrif á magn testósteróns í blóði. Aldurstengdar breytingar með lækkandi testósteróni eru fullkomlega eðlilegar. Testósterónframleiðsla minnkar einnig í tengslum við mikið andlegt eða líkamlegt álag, önnur veikindi eða lyfjameðferð, mikla líkamlega áreynslu, breytingar á dægursveiflu ásamt mjög mörgu fleiru. Því er afar mikilvægt að greina á milli þess sem er í raun algerlega eðlilegt og raunverulegs vandamáls. Þannig er alls ekki nóg að mæla testósterón í blóði og ávísa svo testósteróni ef það reynist lágt. Mat á undirliggjandi vandamálum þarf að vera mun ítarlegra,“ segir Tómas.Lífsstílsþjónusta frekar en raunveruleg læknisfræði Hann segir það vera eðlilegan hluta af lífsmynstri okkar að testósterónframleiðsla lækki með aldrinum. „Það er umhugsunarvert ef læknar líta á þetta sem eitthvað sem þarf að lagfæra með lyfjameðferð sem hugsanlega hefur aukaverkanir. Þetta mætti á vissan hátt kalla einhvers konar lífsstílsþjónustu frekar en raunverulega læknisfræði,“ segir Tómas. Hann segir hins vegar að ekki megi gera lítið úr einkennum eða afleiðingum raunverulegs testósterónskorts. „Og þá á meðferð að sjálfsögðu rétt á sér. Hins vegar er mikilvægt að muna að grunngildi læknisfræðinnar snúa að því að viðhalda eðlilegri heilsu hvers einstaklings og að gera ekki skaða. Ef testósterónmeðferð er notuð án þess að ábendingar og hugsanlegur árangur eða áhætta séu fyllilega metin er hvorugt tryggt.“ Nýlega gaf embætti Landlæknis út leiðbeiningar um góða starfshætti lækna við ávísun lyfja en þar segir meðal annars: „Lyfjum með innihaldsefninu testósteróni ætti ekki að ávísa nema fyrir liggi reglulegar hormónamælingar sem framkvæmdar eru af viðurkenndri rannsóknarstofu. Greining kynkirtlavanseytingar er vandasöm og á að vera í höndum sérfræðings í innkirtlasjúkdómum.“ Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ávísanir testasteróns eru mun algengari hér á landi en á Norðurlöndunum og bendir allt til þess að ávísanir séu enn að aukast hér. Þetta segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Árið 2016 birti lyfjateymi landlæknis pistil í Læknablaðinu þar sem bent var á að ávísanir testasteróns hér á landi væru mun algengari en á Norðurlöndunum. Ólafur segir í samtali við Vísi að ástæða sé til að hvetja lækna til að vanda sig við greiningar á kynkirtlavanseytingu, það er að segja skort á testasterónframleiðslu í einstaklingum, og fást ekki við slíkar greiningar nema þeir hafi til þess alla burði. Helstu einkenni testósterónskorts eru minnkuð kynhvöt og kyngeta, þunglyndi, svefntruflanir, aukin hætta á sykursýki, minnkaður vöðvamassi, aukin innyflafita, hækkaðar blóðfitur, minnkaður beinmassi, aukin hætta á hjarta- og heilaáföllum og fleira mætti telja.Umhugsunarvert að notkunin sé svo mikil„Það að notkun þessara lyfja sé jafn mikil hér á landi er umhugsunarvert. Ef ekki eru til tölur sem sýna að algengi kynkirtlavanseytingar hér á landi sé meiri en í nágrannalöndunum þá er þetta vísbending um að hér sé verið að ávísa óhóflega af lyfjunum. Það að framleiðsla líkamans á hormóninu minnki upp úr tvítugu hjá karlmönnum er eðlilegt og ef grunur er um ófullnægjandi framleiðslu testósteróns ætti það að vera í höndum innkirtlasérfræðings að meta það,“ segir Ólafur. Á meðfylgjandi mynd frá embættinu má sjá hvernig testasterón ávísunum er enn að fjölga hér á landi og langt fyrir ofan Nágrannalöndin.Embætti LandlæknisSpurningin sem vaknar er hvort testasterónskortur sé algengari hér á landi en á Norðurlöndunum eða hvort læknar hér á landi séu einfaldlega að ávísa of miklu.Vísbendingar um misnotkun áhyggjuefni Tómas Þór Ágústsson, sérfræðilæknir í almennum lyflækningum og innkirtlalækningum við Landspítalann, segir algengi testósterónskorts á Íslandi vera óþekktan. „Ekkert bendir til þess að hann sé algengari hér en í nágrannalöndunum. Hins vegar eru vísbendingar um að misnotkun á testósteróni og skyldum efnum sé algeng hér á landi, sem er áhyggjuefni. Á þessu hefur þó ekki verið gerð formleg úttekt,“ segir Tómas.Fyrr í mánuðinum ræddi læknirinn Teitur Guðmundsson um testósterónskort í Bítinu á Bylgjunni en hann sagði það vera kjánagang að umræða um testósterón sé viðkvæm hér á landi og sagði algjörlega nauðsynlegt að opna umræðu um þessi mál. Teitur sagði að ekki væru allir með testósterónskort en það sé auðvelt að mæla það. Þeir sem þjást af testósterónskorti geti fundið fyrir kyndeyfð, mögulegum risvanda, ásamt öðru sem tengist öryggi karla. Sagði hann að karla á miðjum aldri sem fengið hafa testósterónuppbót frá lækni hafa upplifað að þeir verði ungir aftur og fari að virka. „Konurnar verða ánægðari með karlana sína, karlanir verða ánægðari með sjálfa sig.“ Hann lagði áherslu að ekki væri um neina töfralausn að ræða og ekki eigi allir að fá testósterón, en margir þurfi þess.Það er umhugsunarvert ef læknar líta á þetta sem eitthvað sem þarf að lagfæra með lyfjameðferð sem hugsanlega hefur aukaverkanir. Þetta mætti á vissan hátt kalla einhvers konar lífsstílsþjónustu frekar en raunverulega læknisfræði, segir Tómas Þór Ágústsson læknir.Vísir/GettyAldurstengdar breytingar fullkomlega eðlilegar Tómas Þór segir í samtali við Vísi að testósterónskortur hjá körlum sé ekki einfaldur í greiningu og að ástæður hans geti verið margvíslegar. „Fjöldamargt getur haft áhrif á magn testósteróns í blóði. Aldurstengdar breytingar með lækkandi testósteróni eru fullkomlega eðlilegar. Testósterónframleiðsla minnkar einnig í tengslum við mikið andlegt eða líkamlegt álag, önnur veikindi eða lyfjameðferð, mikla líkamlega áreynslu, breytingar á dægursveiflu ásamt mjög mörgu fleiru. Því er afar mikilvægt að greina á milli þess sem er í raun algerlega eðlilegt og raunverulegs vandamáls. Þannig er alls ekki nóg að mæla testósterón í blóði og ávísa svo testósteróni ef það reynist lágt. Mat á undirliggjandi vandamálum þarf að vera mun ítarlegra,“ segir Tómas.Lífsstílsþjónusta frekar en raunveruleg læknisfræði Hann segir það vera eðlilegan hluta af lífsmynstri okkar að testósterónframleiðsla lækki með aldrinum. „Það er umhugsunarvert ef læknar líta á þetta sem eitthvað sem þarf að lagfæra með lyfjameðferð sem hugsanlega hefur aukaverkanir. Þetta mætti á vissan hátt kalla einhvers konar lífsstílsþjónustu frekar en raunverulega læknisfræði,“ segir Tómas. Hann segir hins vegar að ekki megi gera lítið úr einkennum eða afleiðingum raunverulegs testósterónskorts. „Og þá á meðferð að sjálfsögðu rétt á sér. Hins vegar er mikilvægt að muna að grunngildi læknisfræðinnar snúa að því að viðhalda eðlilegri heilsu hvers einstaklings og að gera ekki skaða. Ef testósterónmeðferð er notuð án þess að ábendingar og hugsanlegur árangur eða áhætta séu fyllilega metin er hvorugt tryggt.“ Nýlega gaf embætti Landlæknis út leiðbeiningar um góða starfshætti lækna við ávísun lyfja en þar segir meðal annars: „Lyfjum með innihaldsefninu testósteróni ætti ekki að ávísa nema fyrir liggi reglulegar hormónamælingar sem framkvæmdar eru af viðurkenndri rannsóknarstofu. Greining kynkirtlavanseytingar er vandasöm og á að vera í höndum sérfræðings í innkirtlasjúkdómum.“
Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00