Heildartjón á Seyðisfirði og Eskifirði um 80-100 milljónir króna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 15:12 Verktakar að störfum við Hlíðarendaá. Snorri Aðalsteinsson Tjón er á 20 fasteignum og átta innbúum vegna flóða á Seyðisfirði og Eskifirði um síðustu helgi. Vettvangsskoðun matsmanna á vegum Viðlagatryggingar Íslands er lokið. Nú er unnið að gerð tjónamats og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir upp úr miðjum júlí. Heildartjón og kostnaður vegna mats er áætlaður á bilinu 800-100 milljónir króna. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðisfirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Klukkan 15.00 föstudaginn 23. júní 2017 bárust upplýsingar um að flóð væru hafin á Seyðisfirði og að komið væri vatn í kjallara nokkurra húsa. Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru austur í þeim tilgangi að meta hvort um bótaskyldu VTÍ væri að ræða. Mest voru flóð úr Dagmálalæk og Fjarðará en einnig úr öðrum minni lækjum fyrir ofan Seyðisfjörð. Um kvöldmatarleitið á föstudag féll aurskriða á Eskifirði, í hlíðinni ofan við Steinholtsveg. Hún olli flóði í Hlíðarendaá og barst mikið magn af aur og grjóti niður farveg árinnar. Talið var að allt að nokkur þúsund rúmmetrar af möl og grjóti hafi komið með flóðinu. Laugardagsmorguninn 24. júní féll síðan aurskriða úr fjallshlíð Strandartinds, ofan við Fjarðarströnd, utarlega í Seyðisfjarðarkaupstað. Skriðan fór yfir Strandarveg og lokaði honum, auk þess sem hún féll á eitt íbúðarhús og verksmiðjuhúsnæði Síldarvinnslunnar. Skipulag tjónamats hófst strax á laugardag og á þriðjudag hófu óháðir matsmenn mat á þeim tjónum sem urðu í atburðinum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varð tjón á 20 fasteignum og átta innbúum og/eða lausafé. Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) bætir tjón sem verður af völdum skriðufalla og vatnsflóða samkvæmt lögum og reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands og því fellur það tjón sem varð á viðlagatryggðum eignum undir bótaskyldu VTÍ. Kostnaður vegna ráðstafana sem gerðar voru til að hindra frekara tjón fellur einnig undir bótaskylduna. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tjón er á 20 fasteignum og átta innbúum vegna flóða á Seyðisfirði og Eskifirði um síðustu helgi. Vettvangsskoðun matsmanna á vegum Viðlagatryggingar Íslands er lokið. Nú er unnið að gerð tjónamats og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir upp úr miðjum júlí. Heildartjón og kostnaður vegna mats er áætlaður á bilinu 800-100 milljónir króna. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðisfirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Klukkan 15.00 föstudaginn 23. júní 2017 bárust upplýsingar um að flóð væru hafin á Seyðisfirði og að komið væri vatn í kjallara nokkurra húsa. Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru austur í þeim tilgangi að meta hvort um bótaskyldu VTÍ væri að ræða. Mest voru flóð úr Dagmálalæk og Fjarðará en einnig úr öðrum minni lækjum fyrir ofan Seyðisfjörð. Um kvöldmatarleitið á föstudag féll aurskriða á Eskifirði, í hlíðinni ofan við Steinholtsveg. Hún olli flóði í Hlíðarendaá og barst mikið magn af aur og grjóti niður farveg árinnar. Talið var að allt að nokkur þúsund rúmmetrar af möl og grjóti hafi komið með flóðinu. Laugardagsmorguninn 24. júní féll síðan aurskriða úr fjallshlíð Strandartinds, ofan við Fjarðarströnd, utarlega í Seyðisfjarðarkaupstað. Skriðan fór yfir Strandarveg og lokaði honum, auk þess sem hún féll á eitt íbúðarhús og verksmiðjuhúsnæði Síldarvinnslunnar. Skipulag tjónamats hófst strax á laugardag og á þriðjudag hófu óháðir matsmenn mat á þeim tjónum sem urðu í atburðinum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varð tjón á 20 fasteignum og átta innbúum og/eða lausafé. Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) bætir tjón sem verður af völdum skriðufalla og vatnsflóða samkvæmt lögum og reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands og því fellur það tjón sem varð á viðlagatryggðum eignum undir bótaskyldu VTÍ. Kostnaður vegna ráðstafana sem gerðar voru til að hindra frekara tjón fellur einnig undir bótaskylduna.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12
Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18