Heildartjón á Seyðisfirði og Eskifirði um 80-100 milljónir króna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 15:12 Verktakar að störfum við Hlíðarendaá. Snorri Aðalsteinsson Tjón er á 20 fasteignum og átta innbúum vegna flóða á Seyðisfirði og Eskifirði um síðustu helgi. Vettvangsskoðun matsmanna á vegum Viðlagatryggingar Íslands er lokið. Nú er unnið að gerð tjónamats og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir upp úr miðjum júlí. Heildartjón og kostnaður vegna mats er áætlaður á bilinu 800-100 milljónir króna. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðisfirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Klukkan 15.00 föstudaginn 23. júní 2017 bárust upplýsingar um að flóð væru hafin á Seyðisfirði og að komið væri vatn í kjallara nokkurra húsa. Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru austur í þeim tilgangi að meta hvort um bótaskyldu VTÍ væri að ræða. Mest voru flóð úr Dagmálalæk og Fjarðará en einnig úr öðrum minni lækjum fyrir ofan Seyðisfjörð. Um kvöldmatarleitið á föstudag féll aurskriða á Eskifirði, í hlíðinni ofan við Steinholtsveg. Hún olli flóði í Hlíðarendaá og barst mikið magn af aur og grjóti niður farveg árinnar. Talið var að allt að nokkur þúsund rúmmetrar af möl og grjóti hafi komið með flóðinu. Laugardagsmorguninn 24. júní féll síðan aurskriða úr fjallshlíð Strandartinds, ofan við Fjarðarströnd, utarlega í Seyðisfjarðarkaupstað. Skriðan fór yfir Strandarveg og lokaði honum, auk þess sem hún féll á eitt íbúðarhús og verksmiðjuhúsnæði Síldarvinnslunnar. Skipulag tjónamats hófst strax á laugardag og á þriðjudag hófu óháðir matsmenn mat á þeim tjónum sem urðu í atburðinum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varð tjón á 20 fasteignum og átta innbúum og/eða lausafé. Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) bætir tjón sem verður af völdum skriðufalla og vatnsflóða samkvæmt lögum og reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands og því fellur það tjón sem varð á viðlagatryggðum eignum undir bótaskyldu VTÍ. Kostnaður vegna ráðstafana sem gerðar voru til að hindra frekara tjón fellur einnig undir bótaskylduna. Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Tjón er á 20 fasteignum og átta innbúum vegna flóða á Seyðisfirði og Eskifirði um síðustu helgi. Vettvangsskoðun matsmanna á vegum Viðlagatryggingar Íslands er lokið. Nú er unnið að gerð tjónamats og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir upp úr miðjum júlí. Heildartjón og kostnaður vegna mats er áætlaður á bilinu 800-100 milljónir króna. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðisfirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Klukkan 15.00 föstudaginn 23. júní 2017 bárust upplýsingar um að flóð væru hafin á Seyðisfirði og að komið væri vatn í kjallara nokkurra húsa. Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands fóru austur í þeim tilgangi að meta hvort um bótaskyldu VTÍ væri að ræða. Mest voru flóð úr Dagmálalæk og Fjarðará en einnig úr öðrum minni lækjum fyrir ofan Seyðisfjörð. Um kvöldmatarleitið á föstudag féll aurskriða á Eskifirði, í hlíðinni ofan við Steinholtsveg. Hún olli flóði í Hlíðarendaá og barst mikið magn af aur og grjóti niður farveg árinnar. Talið var að allt að nokkur þúsund rúmmetrar af möl og grjóti hafi komið með flóðinu. Laugardagsmorguninn 24. júní féll síðan aurskriða úr fjallshlíð Strandartinds, ofan við Fjarðarströnd, utarlega í Seyðisfjarðarkaupstað. Skriðan fór yfir Strandarveg og lokaði honum, auk þess sem hún féll á eitt íbúðarhús og verksmiðjuhúsnæði Síldarvinnslunnar. Skipulag tjónamats hófst strax á laugardag og á þriðjudag hófu óháðir matsmenn mat á þeim tjónum sem urðu í atburðinum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varð tjón á 20 fasteignum og átta innbúum og/eða lausafé. Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) bætir tjón sem verður af völdum skriðufalla og vatnsflóða samkvæmt lögum og reglugerð um Viðlagatryggingu Íslands og því fellur það tjón sem varð á viðlagatryggðum eignum undir bótaskyldu VTÍ. Kostnaður vegna ráðstafana sem gerðar voru til að hindra frekara tjón fellur einnig undir bótaskylduna.
Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12 Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Ástandið á Seyðisfirði versnaði ekki í nótt Kristján segir að það hafi rignt töluvert í nótt en þetta hafi sloppið til. 24. júní 2017 10:12
Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Sextán til tuttugu hús á Seyðifirði og tvö á Eskifirði urðu fyrir tjóni sem fellur undir bótaskyldu viðlagatryggingar í vatnsveðrinu þar um helgina. Framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur tjónið hlaupa á tugum milljóna króna. 27. júní 2017 15:30
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18