Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2017 07:00 Sjanghæ á Akureyri. vísir/sveinn Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Eigandi Sjanghæ á Akureyri hefur ákveðið að stefna Ríkisútvarpinu vegna fréttar um meint mansal á veitingastaðnum. Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar.Jóhannes Már Sigurðarson lögmaður.Þetta staðfestir lögmaður fyrirtækisins, Jóhannes Már Sigurðarson. Fyrsta frétt um málið birtist á vef Ríkisútvarpsins þann 30. ágúst síðastliðinn þar sem greint var frá því að grunur léki á að mansal væri stundað á staðnum. Voru þær fréttir byggðar á heimildum frá stéttarfélaginu Einingu Iðju. Samkvæmt heimildunum voru starfsmenn hlunnfarnir um laun og fengu greiddar um 30 þúsund krónur á mánuði. Nokkru síðar kom fréttatilkynning frá stéttarfélaginu að við rannsókn málsins hafi ekkert komið í ljós sem sannaði mansal á umræddum veitingastað. „Rík skylda hvílir á fjölmiðlum og fréttafólki að fylgja siðareglum. Sérstaklega þegar kemur að ásökunum um refsiverða háttsemi. Hafa ber í huga að mansal varðar allt að tólf ára fangelsi. Að mati umbjóðanda míns var ekki gætt að þessu við fréttaflutning RÚV og því hefur hún tekið ákvörðun um að leita réttar síns. Þannig er mér falið að undirbúa stefnu á hendur RÚV og þeim aðilum sem kunna að bera ábyrgð í málinu,“ segir Jóhannes Már. Eigandi veitingastaðarins tók þá ákvörðun að loka staðnum í kjölfar umfjöllunar um hann. Að hennar sögn komu afar fáir viðskiptavinir á staðinn eftir að fréttin fór í loftið. Staðurinn hefur ekki verið opnaður aftur. Vonir standa þó til að hann verði opnaður bráðlega aftur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00 Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Sjanghæ var lokað fljótlega eftir fréttaflutning um mansalsgrun. Ekkert var hæft í þeim sögusögnum. Laun starfsmanna langt yfir lágmarkslaunum samkvæmt heimildum. Ákvörðun um hvort höfða eigi dómsmál tekin á næstu dögum. 19. september 2017 06:00
Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings "Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.“ 15. september 2017 13:29