Hægt að greiða með snjallsíma við búðarkassann Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. september 2017 20:00 Íslenskir neytendur geta nú greitt fyrir vörur og þjónustu án þess að þurfa nokkurn tímann að taka upp seðla eða greiðslukort. Með nýrri tækni er hægt að greiða við afgreiðslukassa með snjallsímann einan að vopni. Til þess að nota þjónustuna hleður notandinn greiðslukortum sínum inn í sérstakt forrit þar sem það vistast með öllum tilheyrandi upplýsingum. Þegar kemur að því að greiða þarf svo einfaldlega að skanna QR kóða við afgreiðsluborðið og samþykkja greiðslu. Fjarskiptafyrirtækið Síminn hefur nú innleitt slíka þjónustu í smáforrit, sem er þó opið öllum farsímanotendum, og eru fjölmargir söluaðilar á landinu þegar farnir að taka við snjallsímagreiðslum. Forstjóri Símans segir senn koma að því að enginn þurfi að ganga um með greiðslukort. „Fólk tekur mjög hratt eftir því ef það týnir símanum sínum en það er hins vegar miklu lengur að finna það út ef það týnir korti. Þannig að þeir sem byrja að nota þetta verða mjög ginnkeyptir fyrir því að gera það áfram. En hins vegar er eins með þessar breytingar eins og allar að það tekur tíma og það eru mismunandi notkunarmynstur, þannig það er ekki eins og kortin muni hverfa á morgun en þau munu gera það með tímanum,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri þvertekur fyrir að öryggi í greiðslum skerðist með tækninni. „Við teljum þetta vera öruggara en kort. Ef þú týnir kortinu þínu þarf einhver bara að vita Pin-númerið og í sumum tilfellum ertu með snertilaust kort þar sem það þarf ekki einu sinni Pin. Í þessu tilfelli þarftu að geta opnað símann, þú þarft að geta opnað appið, annaðhvort með öðru pin númeri eða þínu fingrafari. Þannig það er tvöfalt öryggi í þessu en einfalt öryggi í öðru að okkar mati.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íslenskir neytendur geta nú greitt fyrir vörur og þjónustu án þess að þurfa nokkurn tímann að taka upp seðla eða greiðslukort. Með nýrri tækni er hægt að greiða við afgreiðslukassa með snjallsímann einan að vopni. Til þess að nota þjónustuna hleður notandinn greiðslukortum sínum inn í sérstakt forrit þar sem það vistast með öllum tilheyrandi upplýsingum. Þegar kemur að því að greiða þarf svo einfaldlega að skanna QR kóða við afgreiðsluborðið og samþykkja greiðslu. Fjarskiptafyrirtækið Síminn hefur nú innleitt slíka þjónustu í smáforrit, sem er þó opið öllum farsímanotendum, og eru fjölmargir söluaðilar á landinu þegar farnir að taka við snjallsímagreiðslum. Forstjóri Símans segir senn koma að því að enginn þurfi að ganga um með greiðslukort. „Fólk tekur mjög hratt eftir því ef það týnir símanum sínum en það er hins vegar miklu lengur að finna það út ef það týnir korti. Þannig að þeir sem byrja að nota þetta verða mjög ginnkeyptir fyrir því að gera það áfram. En hins vegar er eins með þessar breytingar eins og allar að það tekur tíma og það eru mismunandi notkunarmynstur, þannig það er ekki eins og kortin muni hverfa á morgun en þau munu gera það með tímanum,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Orri þvertekur fyrir að öryggi í greiðslum skerðist með tækninni. „Við teljum þetta vera öruggara en kort. Ef þú týnir kortinu þínu þarf einhver bara að vita Pin-númerið og í sumum tilfellum ertu með snertilaust kort þar sem það þarf ekki einu sinni Pin. Í þessu tilfelli þarftu að geta opnað símann, þú þarft að geta opnað appið, annaðhvort með öðru pin númeri eða þínu fingrafari. Þannig það er tvöfalt öryggi í þessu en einfalt öryggi í öðru að okkar mati.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira