Landlæknir telur samninga við einkaaðila einkennast af stefnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2017 18:30 Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira