Landlæknir telur samninga við einkaaðila einkennast af stefnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2017 18:30 Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira