Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 12:30 Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. vísir/Þorbjörn Þórðarson Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs. Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. Þjóðskrá Íslands átti von á að fá þrjátíu þúsund vegabréfabækur frá framleiðenda þeirra í Kanada í byrjun þessa mánaðar. En vegna bruna í prentsmiðju framleiðandans á síðasta ári hafa orðið tafir á afhendingu frá honum. Frá og með deginum í dag mun Þjóðskráin því gefa út svo kölluð neyðarvegabréf fyrir þá umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast innan Evrópu, en þeir sem ferðast utan hennar munu áfram fá gefin út hefðbundin vegabréf. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að þetta ástand muni vara allt til 10. júní. „við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét. Neyðarvegabréf séu talin fullgild ferðaskilríki í Evrópu en þyki ekki nægilega örugg utan Evrópu og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, meðal annars vegna þess að þau séu ekki lesanleg rafrænt. Á meðan þetta ástand varir þurfa umsækjendur um vegabréf að fylla út eyðublað á vef Þjóðskrár, www.skra.is , þar sem brottfarardagur þeirra er skráður og verður útgáfu almennra vegabréfa og eftir atvikum neyðarvegabréfa forgangsraðað miðað við hvað skammt er til brottfarar. „Við erum yfirleitt með í kringum fjögur til fimm þúsund vegabréf í mánuði. En þetta er að rjúka upp: það er greinilegt að Íslendingar eru að ferðast meira,“ segir Margrét. Þannig að fjöldinn geti farið upp í sjö þúsund. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu til að fylla út umsóknareyðublað geta fengið aðstoð í þjónustusíma Þjóðskrár eða með því að mæta á skrifstofu stofnunarinnar. Eftir að eyðublaðið hefur verið fyllt út verður haft samband við umsækjendur þegar vegabréf þeirra er tilbúið. Umsóknir þeirra sem eiga bókað far 10. júní eða síðar verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf. Hraðafgreiðslu vegabréfa verður ekki unnt að sinna á meðan þetta ástand varir þar sem útgáfan tekur mið af brottfarardegi. Strax á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að þetta hafði verið tilkynnt á vef Þjóðskrár höfðu 70 manns sótt um útgáfu vegabréfs.
Tengdar fréttir Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01