Sjálflærður og búinn að "meika það“ Guðný Hrönn skrifar 12. maí 2017 13:00 Beyoncé skartaði þessu einstaka höfuðskrauti á Grammy-hátíðinni í byrjun árs. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé. Tíska og hönnun Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé.
Tíska og hönnun Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira