Fótbolti

Afi mætti óvænt á leikinn og hún tileinkaði honum þrennuna sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Toni Duggan.
Toni Duggan. Mynd7Samsett/Getty og Twitter @toniduggan
Enski landsliðsframherjinn Toni Duggan var á skotskónum í ensku úrvalsdeildinni í gær en hún skoraði þá öll mörk Manchester City í 3-0 sigri á Bristol City.

Þetta hefur ekkert verið alltof gott tímabil fyrir Duggan sem hefur verið inn og út úr liðinu hjá Manchester City.

Hún fékk tækifærið í gær og skoraði þrjú mörk á átján mínútna kafla í kringum hálfleikinn.

Það sem hún vissi ekki var að afi hennar keyrði 580 kílómetra frá Manchester til að sjá hana spila. Duggan faðmaði afa sinn í leikslok og tileinkaði honum síðan þrennuna á Twitter.









„Þegar afi þinn keyrir alla leið frá Liverpool til Bristol til að koma þér á óvart á leik þá er eins gott að þú launir honum það með því að skora þrennu. Fyrir þig afi,“ skrifaði Toni Duggan á Twitter eins og sjá má hér fyrir ofan.

Afa gamla grunaði kannski að hann ætti von á góðu í þessum leik. Þegar Duggan lék á þessum sama velli fyrir tveimur árum þá skoraði hún einnig þrennu en þá sem leikmaður Everton.

Manchester City er ríkjandi enskur meistari en liðið er eins og er í 2. sæti deildarinnar á eftir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×