Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum.
FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið, ákvað í apríl að frá og með spænska kappakstrinum yrðu nöfn og keppnisnúmer ökumanna að vera stærri en áður hefur tíðkast. Keppnisnúmer ökumanna verða að vera 23 sentimetrar á hæð og nafn ökumanns verður að vera að lágmarki 15 sentimetrar á yfirbyggingu bílsins.
Mercedes sýndi sína hönnun nýlega og þá eru bæði númerið og nafnið sett á hákarlauggan. Nafnið er hins vegar einungis opinber þriggja stafa skammstöfun ökumanns, sú sama og er notuð í grafíkinni sem notuð er í sjónvarpsútsendingum.
Reglurnar taka gildi frá og með spænska kappakstrinum næstu helgi og er ætlað að auðvelda áhorfendum og lýsendum að greina ökumenn í sundur.
Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum

Tengdar fréttir

Valtteri Bottas vann sína fyrstu keppni | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir rússneska kappaksturinn og allt það helsta sem gerðist í Sochi.

Vettel: Ég reyndi allt sem ég gat til að ná Valtteri
Valtteri Bottas á Mercedes vann sína fyrstu keppni í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark í Rússlandi eftir magnaða ræsingu. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna
Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi.