Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Einar S. Björnsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun