Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2017 19:00 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, segir að það hefði ekki verið hægt að semja handritið að því sem hefur gengið á í íslenska landsliðinu undanfarna árið. Freyr tilkynnti í dag 23 manna landsliðshóp sinn fyrir EM í Hollandi en í honum voru til að mynda Harpa Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen sem hafa lítið getað spilað í vor. Landsliðsþjálfarinn sagði að það hefði verið erfitt að finna út úr því hvernig hópurinn ætti að vera samsettur og hverjar ættu að fá síðustu sætin. „Við vitum hvaða fimmtán leikmenn eru líklegastir til að spila flestar mínútur á mótinu. En hin hlutverkin eru svo ofboðslega mikilvæg. Við þurftum heiðarleig svör frá reynslumiklum leikmönnum sem eru að fá minni hlutverk nú en þær hafa fengið á síðustu stórmótum,“ sagði Freyr. „Ef ég hefði ekki rætt við þær núna en samt tekið þær með á mótið, þá hefði það getað sprungið í andlitið á okkur.“ Það hefur ýmislegt gengið á undanfarna mánuði. Dóra María Lárusdóttir og systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru allar með slitið krossband í hné og verða ekki með á EM. Freyr þurfti að hugsa stöðuna upp á nýtt og viðurkennir að það hafi um tíma verið erfitt. En hann telur sig nú vera með réttu uppskriftina. Leikur liðsins gegn Brasilíu í síðustu viku hafi gefið góð fyrirheit. „Ég er núna ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar á allan hátt til að takast á við þetta Evrópumót með þessum hætti sem við sýndum gegn Brasilíu.“ „Undankeppnin er búin. Það var góður taktur í liðinu þá og margir fallegir leikir sem verða aldrei teknir af okkur. En nú er nýtt upphaf og við erum að fara að takast á við þetta stóra verkefni með þessum hópi sem er fullur af orku.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Sjá meira
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Vísir verður með beina útsendingu frá blaðamannafundinum sem hefst klukkan 13.15. 22. júní 2017 08:30
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11