Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:23 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetar í fótspor systur sinnar og fer í mál við íslenska ríkið. Vísir/Anton Brink Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar. Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Ekkert heimilar íslenska ríkinu að neita Áslaugu Ýr Hjartardóttur um túlkaþjónustu. Þetta er mat Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lögmanns Áslaugar. Hann segir íslenska ríkið sniðganga mannréttindi fólks. „Hún og annað fólk í hennar stöðu fær engan veginn fullnægjandi túlkaþjónustu og er ekki gert kleyft að njóta þeirrar samfélagsþátttöku sem þau eiga rétt á að njóta. Því er að sama skapi gert að þola félagslega einangrun sem er ómanneskjuleg og er þessum einstaklingum sérstaklega þungbær,“ segir Páll í samtali við Vísi. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar en fær ekki túlk. Hún ætlar í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar er Snædís Rán Hjartardóttir sem vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum. Það fordæmi virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stendur frammi fyrir nú. „Í sjálfu sér hefur íslenska ríkið aldrei gert sig líklegt til að fara að fordæmi dómsins sem þau þó una. Það breyttist ekkert í kjölfar þessa dóms,“ segir Páll.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Áslaugar segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki framlags hennar.Hann segir það á ábyrgð Illuga Gunnarssonar, sem var menntamálaráðherra þegar Snædís fór í mál við ríkið, og arftaka hans Kristjáns Þórs Júlíussonar, núverandi menntamálaráðherra, að útskýra hvers vegna ekki er farið að fordæmi dómsins. Hann segir réttinn sem systurnar njóta vera skýran og einfaldan, að krafa þeirra sé sjálfsögð en engu að síður sé hún virt að vettugi. „Það eru engar réttlætingar sem búa þarna að baki. Það er ekkert sem heimilar ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks eins og Áslaugar,“ segir Páll. „Hún á að njóta túlkaþjónustu. Sú þjónusta á að hafa það markmið að hún njóti réttar á við ófatlaðan einstakling í sambærilegri stöðu. Hún á að geta stundað nám og tómstundir, hún á að geta kosið, sinnt trúarlegum hugðarefnum ef hún hefur einhver slík og þar fram eftir götunum. Þetta er ekki innantómur réttur, það er ekki eins og allir í heiminum hafi rétt á túlk í hálftíma.“ Hann segir vandann liggja í því að ekki sé nægu fé veitt í málaflokkinn. Hann segir 40 mínútur með túlk sambærilegt því að allir sem óski eftir heilbrigðisþjónustu fái plástur. „Áslaug er manneskja og mannréttindi hennar tilheyra samfélagi okkar. Með því að útiloka hana þá verður hún af þessum mannréttindum sínum en við hin verðum að sama skapi fyrir því tjóni að njóta ekki hennar mikla og jákvæða framlags. Hún er nefnilega frábær, hverju sem öllu öðru líður.“ Málið fékk flýtimeðferð og verður líklega flutt í byrjun júlí. Páll vonast til að dómur liggi fyrir áður en Áslaug heldur út í sumarbúðirnar.
Tengdar fréttir Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03