Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. vísir/eyþór Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en kaupverð er trúnaðarmál. Engar áherslubreytingar eru fyrirhugaðar á rekstri útgáfunnar. Birtíngur gefur út tímaritin Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Dalurinn ehf., nýr eigandi Birtíngs, er í eigu Róberts Wessman, Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar og Jóhanns G. Jóhannssonar. Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut í félaginu. Seljendur eru félagið SMD ehf., sem er í eigu einkahlutafélags Hreins Loftssonar, Prospectus ehf., í eigu Matthíasar Björnssonar, og Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl Steinar 12,5 prósenta hlut hvor. Hreinn hefur stigið til hliðar sem stjórnarformaður og útgefandi Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra og Matthías starfi fjármálastjóra. Gunnlaugur Árnason mun taka sæti stjórnarformanns í Birtíngi og leiða stefnumótun félagsins. Hann er eigandi bresku fjölmiðlafélaganna M2 Communications og M2 Bespoke. Eins og kunnugt er var kaupum Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta mánuði vegna bágborinnar fjárhagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu fregnir borist af því að ekkert yrði af 300 milljóna króna hlutafjáraukningu Pressunnar. Dalurinn ehf. ætlaði meðal annars að leggja Pressunni til 155 milljónir króna af nýju hlutafé og verða þar með langsamlega stærsti eigandi fjölmiðilsins. Þegar Samkeppniseftirlitið samþykkti upphaflega kaup Pressunnar á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal annars fram að fyrri eigendur Birtíngs hefðu ekki bolmagn til þess að halda útgáfunni áfram óbreyttri. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur fjárhagsleg staða útgáfufélagsins nú verið tryggð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira