Faðir stúlku sem Robert Downey braut á krefst svara: „Hér er allt á skakk og skjön“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2017 10:32 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á. Vísir/Stefán Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dómsmálaráðuneytið, settur innanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skuli hafi veitt Robert uppreist æru í september síðastliðnum. Mál Roberts vakti mikla athygli þegar það kom upp í liðinni viku en þá fékk hann lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar. Árið 2008 var Robert dæmdur í þriggja ári fangelsi af Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og var dóttir Bergs ein þeirra. Bergur ritar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar.“ Hann rekur meðal annars hvaða aðferðum Robert beitti við að brjóta á stúlkunum og skrifar: „Við tælingu á fórnarlömbum sínum beitti Róbert blekkingum og nýtti sér yfirburði sína vegna stöðu sinnar og aldurs- og þroskamunar. Hann var á þessum tíma með tvo síma, fjögur símkort og á þeim voru skráð nöfn hundraða stúlkna og aldur þeirra fyrir aftan. Hann nálgaðist líka stúlkurnar á msn-samskiptaforritinu undir ýmsum fölskum nöfnum m.a. gælunafni sonar síns. Allt saman þaulskipulagt. Auðveldast var fyrir hann að tæla stúlkur sem stóðu höllum fæti með peningum og áfengi.“„Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með“ Hann segir síðan frá því að dóttir hans og fjölskyldan hafi verið að leita svara frá yfirvöldum vegna uppreistrar æru Roberts og þess að hann fékk lögmannsréttindi á ný. „Dóttir mín og fjölskylda hennar hafa verið að leita svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dómsmálaráðuneytið, settur innanríkisráðherra (núverandi forsætisráðherra) og forseti Íslands veiti manni sem hefur í áratugi blekkt og svívirt ungar stúlkur geti talist flekklaus og fái að stunda störf við aðstæður þar sem hann er aftur kominn í yfirburðastöðu gagnvart öðrum borgurum. Forsætisráðherrann segist ekkert vita. Forsetinn setur nafn sitt við þennan gjörning en ber enga ábyrgð,“ skrifar Bergur og bætir við: „Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maðurinn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar? Það skal tekið fram að Róbert viðurkenndi aldrei við dóm að hann hefði gert nokkuð rangt. Þvert á móti fannst honum á sér brotið. Iðrun hefur hann aldrei sýnt og við efumst um að hana sé að finna í þeim skjölum sem dómsmálaráðuneytið lagði fram til upprisu ærunnar, séu þau til. Hér er pottur brotinn. Hér er allt á skakk og skjön. Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnarskrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það.“Grein Bergs má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. 16. júní 2017 00:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á krefst svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dómsmálaráðuneytið, settur innanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, skuli hafi veitt Robert uppreist æru í september síðastliðnum. Mál Roberts vakti mikla athygli þegar það kom upp í liðinni viku en þá fékk hann lögmannsréttindi á ný með dómi Hæstaréttar. Árið 2008 var Robert dæmdur í þriggja ári fangelsi af Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og var dóttir Bergs ein þeirra. Bergur ritar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar.“ Hann rekur meðal annars hvaða aðferðum Robert beitti við að brjóta á stúlkunum og skrifar: „Við tælingu á fórnarlömbum sínum beitti Róbert blekkingum og nýtti sér yfirburði sína vegna stöðu sinnar og aldurs- og þroskamunar. Hann var á þessum tíma með tvo síma, fjögur símkort og á þeim voru skráð nöfn hundraða stúlkna og aldur þeirra fyrir aftan. Hann nálgaðist líka stúlkurnar á msn-samskiptaforritinu undir ýmsum fölskum nöfnum m.a. gælunafni sonar síns. Allt saman þaulskipulagt. Auðveldast var fyrir hann að tæla stúlkur sem stóðu höllum fæti með peningum og áfengi.“„Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með“ Hann segir síðan frá því að dóttir hans og fjölskyldan hafi verið að leita svara frá yfirvöldum vegna uppreistrar æru Roberts og þess að hann fékk lögmannsréttindi á ný. „Dóttir mín og fjölskylda hennar hafa verið að leita svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dómsmálaráðuneytið, settur innanríkisráðherra (núverandi forsætisráðherra) og forseti Íslands veiti manni sem hefur í áratugi blekkt og svívirt ungar stúlkur geti talist flekklaus og fái að stunda störf við aðstæður þar sem hann er aftur kominn í yfirburðastöðu gagnvart öðrum borgurum. Forsætisráðherrann segist ekkert vita. Forsetinn setur nafn sitt við þennan gjörning en ber enga ábyrgð,“ skrifar Bergur og bætir við: „Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maðurinn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar? Það skal tekið fram að Róbert viðurkenndi aldrei við dóm að hann hefði gert nokkuð rangt. Þvert á móti fannst honum á sér brotið. Iðrun hefur hann aldrei sýnt og við efumst um að hana sé að finna í þeim skjölum sem dómsmálaráðuneytið lagði fram til upprisu ærunnar, séu þau til. Hér er pottur brotinn. Hér er allt á skakk og skjön. Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnarskrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það.“Grein Bergs má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15 Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18 Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. 16. júní 2017 00:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. 18. júní 2017 09:15
Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey „Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“ 16. júní 2017 11:18
Ein stúlknanna fjögurra segir forseta Íslands hafa brugðist henni Nína Rún Bergsdóttir er ein af fjórum stúlkum sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut kynferðislega gegn og hlaut dóm fyrir í Hæstarétti árið 2008. 16. júní 2017 00:04