Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum stórum sakamálum á undanförnum árum. Skilgreining hugtaksins virðist þó vera nokkuð á reiki í dómaframkvæmd. vísir/gva Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira