Afhentu fjölskyldum átta langveikra barna 233 þúsund króna styrki í Lindakirkju Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:51 Frá afhendingu styrkjanna í Lindakirkju í Kópavogi fyrr í dag. Vísir/Stefán Karlsson Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan: Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Góðgerðafélagið Bumbuloni veitti í dag fjölskyldum átta langveikra barna styrki í Lindakirkju í Kópavogi. Hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur og var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, viðstaddur þegar styrkirnir voru afhentir. Ásdís Arna Gottskálksdóttir er stofnandi félagsins en hún átti átti langveikan son, Björgvin Arnar Atlason sem lést aðeins sex ára að aldri árið 2013. Hún heldur minningu hans á lofti með því að styrkja fjölskyldur sem eru í sömu sporum og hún var í sá sínum tíma. Fréttablaðið ræddi við Ásdísi í nóvember síðastliðnum en þar sagði Ásdís að ekki hafi amað að Björgvini þegar hann fæddist, hann dafnaði vel en um sex mánaða aldurinn fór hann að léttast og átti erfitt með að drekka.Ásdís Arna Gottskálksdóttir.Vísir/Eyþór ÁrnasonKom í ljós að Björgvin var með alvarlegan hjartagalla og varð hann að fara strax í aðgerð úti í Boston í Bandaríkjunum. Hann gekkst undir þrjár hjartaþræðingar og tvær opnar hjartaaðgerðir til að stöðva leka milli hjartahólfa. Björgvin varð sífellt veikari með aldrinum en þegar hann orðinn sex ára kom í ljós að hann var með sjaldgæfan bandvefssjúkdóm, acromicric dysplasia, sem aðeins sextíu börn í heiminum hafa greinst með.Teikning Björgvins prýðir kortin sem Bumbuloni selur til styrkar fjölskyldum langveikra barna.Vísir/EyþórFyrir tveimur árum lét Ásdís prenta jólakort með mynd eftir Björgvin sem hún seldi vinum og vandamönnum og fékk svo góðar viðtökur að hún gat styrkt þrjár fjölskyldur langveikra barna um 233 þúsund krónur hverjar. Í fyrra bættust við merkimiðar og nú í ár tækifæriskort. Salan gekk vel í ár ásamt því að fyrirtæki styrktu málefnið. Náðist því að styrka átta fjölskyldur langveikra barna, en hver fjölskylda fékk 233 þúsund krónur frá félaginu.Ásdís ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni fyrir skemmstu og má heyra viðtalið hér fyrir neðan:
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira