Fjársvikamálið: Dómarnir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2017 20:45 Frá meðferð málsins fyrir dómstólum. vísir/eyþór Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Vísir hefur dóminn undir höndum en hann hefur ekki enn verið birtur opinberlega á vef dómstólanna. Þyngsta dóminn hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson en hann var fundinn sekur um fjársvik í opinberu starfi og peningaþvætti. Hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, en sem starfsmaður Ríkisskattstjóra samþykkti Halldór tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur og leiðréttingarskýrslu með innskatti sem endurgreiðslur hárra fjárhæða úr ríkissjóði inn á bankareikning tveggja einkahlutafélaga, samtals rúmlega 277 milljónir króna.Ákærðu ekki kennt um dráttinn á meðferð málsins Brotin voru framin á tímabilinu frá október 2009 til júlí 2010 en rannsókn málsins hófst í september það ár. Í dómi héraðsdóms er málsmeðferðin svo rakin en þar segir að skýrslum lögreglu af ákærðu og vitnum hafi að mestu verið lokið í ársbyrjun 2011. Skýrsla af einu vitni hafi verið tekin í janúar 2012 og var unnið að gagnaöflun á árinu 2010, 2013 og 2014 en um var að ræða skýrslur sem unnar voru við embætti skattrannsóknarstjóra. Rannsóknargögn málsins bárust ákæruvaldinu þann 30. júní 2014, tæpum fjórum árum eftir að rannsókn hófst, en ákæra var ekki gefin út fyrr en þann 14. mars í fyrra, að tæpum tveimur árum liðnum frá því ákæruvaldið fékk gögn málsins í hendurnar. „Af þessu er óhjákvæmilegt að draga aðra ályktun en þá að rannsókn málsins hafi ekki verið fram haldið með viðhlítandi hætti og nokkrum sinnum á árunum 2011, 2012 og 2013 hafi orðið hlé á rannsókn málsins án þess þó að rannsóknin hafi beinlínis stöðvast um lengri tíma hjá lögreglu. Þá liggur fyrir að eftir að málið barst ákæruvaldinu í lok júní 2014 liðu tæp tvö ár þangað til ákæra var gefin út. Verður ákærðu á engan hátt kennt um þennan stórfellda drátt á meðferð málsins hjá lögreglu,“ segir orðrétt í dómi héraðsdóms.Hvorki í samræmi við stjórnarskrána né Mannréttindasáttmála Evrópu Er það mat dómsins að málsmeðferðin öll sé í miklu ósamræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar annars vegar og hins vegar ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Vegna dráttarins sem varð við málsmeðferðina þykir héraðsdómi því rétt að skilorðsbinda alla dómana, þrátt fyrir að brot ákærðu séu alvarleg og dómarnir þungir, eða eins og segir í dómnum: „Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1949 má ákveða í dómi að fresta fullnustu refsingar um tiltekinn tíma með skilyrðum sem eru tilgreind í 3. mgr. greinarinnar. Þegar brot eru alvarleg og löng refsivist er ákveðin er heimild til skilorðsbindingar alla jafna beitt af varúð. Það er dómstóla að ákveða skilorðsbindingu og eru engar skorður reistar við skilorðsbindingu að því er tekur til tegundar brots eða lengdar refsivistar.“ Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Dómar yfir átta einstaklingum sem ákærðir voru fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem komið hefur upp hér á landi voru allir skilorðsbundnir vegna „stórfellds og ámælisverðs dráttar“ við meðferð málsins, eins og það er orðað í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Vísir hefur dóminn undir höndum en hann hefur ekki enn verið birtur opinberlega á vef dómstólanna. Þyngsta dóminn hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson en hann var fundinn sekur um fjársvik í opinberu starfi og peningaþvætti. Hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, en sem starfsmaður Ríkisskattstjóra samþykkti Halldór tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur og leiðréttingarskýrslu með innskatti sem endurgreiðslur hárra fjárhæða úr ríkissjóði inn á bankareikning tveggja einkahlutafélaga, samtals rúmlega 277 milljónir króna.Ákærðu ekki kennt um dráttinn á meðferð málsins Brotin voru framin á tímabilinu frá október 2009 til júlí 2010 en rannsókn málsins hófst í september það ár. Í dómi héraðsdóms er málsmeðferðin svo rakin en þar segir að skýrslum lögreglu af ákærðu og vitnum hafi að mestu verið lokið í ársbyrjun 2011. Skýrsla af einu vitni hafi verið tekin í janúar 2012 og var unnið að gagnaöflun á árinu 2010, 2013 og 2014 en um var að ræða skýrslur sem unnar voru við embætti skattrannsóknarstjóra. Rannsóknargögn málsins bárust ákæruvaldinu þann 30. júní 2014, tæpum fjórum árum eftir að rannsókn hófst, en ákæra var ekki gefin út fyrr en þann 14. mars í fyrra, að tæpum tveimur árum liðnum frá því ákæruvaldið fékk gögn málsins í hendurnar. „Af þessu er óhjákvæmilegt að draga aðra ályktun en þá að rannsókn málsins hafi ekki verið fram haldið með viðhlítandi hætti og nokkrum sinnum á árunum 2011, 2012 og 2013 hafi orðið hlé á rannsókn málsins án þess þó að rannsóknin hafi beinlínis stöðvast um lengri tíma hjá lögreglu. Þá liggur fyrir að eftir að málið barst ákæruvaldinu í lok júní 2014 liðu tæp tvö ár þangað til ákæra var gefin út. Verður ákærðu á engan hátt kennt um þennan stórfellda drátt á meðferð málsins hjá lögreglu,“ segir orðrétt í dómi héraðsdóms.Hvorki í samræmi við stjórnarskrána né Mannréttindasáttmála Evrópu Er það mat dómsins að málsmeðferðin öll sé í miklu ósamræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar annars vegar og hins vegar ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Vegna dráttarins sem varð við málsmeðferðina þykir héraðsdómi því rétt að skilorðsbinda alla dómana, þrátt fyrir að brot ákærðu séu alvarleg og dómarnir þungir, eða eins og segir í dómnum: „Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1949 má ákveða í dómi að fresta fullnustu refsingar um tiltekinn tíma með skilyrðum sem eru tilgreind í 3. mgr. greinarinnar. Þegar brot eru alvarleg og löng refsivist er ákveðin er heimild til skilorðsbindingar alla jafna beitt af varúð. Það er dómstóla að ákveða skilorðsbindingu og eru engar skorður reistar við skilorðsbindingu að því er tekur til tegundar brots eða lengdar refsivistar.“
Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15
Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12