Fimm ára fékk fimm spor eftir hundaárás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Snör handtök föður komu í veg fyrir að verr færi þegar hundur réðst á fimm ára barn hans í fyrradag. Móðurinni þótti aðdáunarvert að fylgjast með drengnum meðan gert var að sárum hans. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum. Ég hélt fyrst að hann hefði dottið og fengið blóðnasir en svo var ekki,“ segir Arna Bára Karlsdóttir, móðir Tristans Loga. Fjölskyldan var stödd í fjölskyldumatarboði og var Arna innandyra þegar atburðurinn átti sér stað. Hundurinn, sem er af kyninu Malamute, stökk á barnið með uppglenntan skoltinn og beit það.Tristan Logi var fljótur að taka gleði sína.mynd/arna bára„Maðurinn minn stökk strax á hundinn og reif hann af Tristani. Hin börnin komu inn grátandi og hann með alblóðugt barnið í fanginu,“ segir Arna Bára. Höfuð hins bitna var vafið handklæði og síðan brunað upp á slysadeild. Það voru ekki aðeins viðbrögð sjónarvotta sem björguðu því að ekki fór verr, heldur náði Tristan að skýla sér vel. Hann grúfði sig niður og hélt höndunum um hnakka sér. Afleiðingin var sú að eyru, háls og hnakki sluppu vel, miðað við aðstæður, en fingurnir lentu verr í því. Skurðir bak við hægra eyra og við hægri nös voru saumaðir en fleiri voru sporin ekki. „Á slysadeildinni létu læknar blóðið renna aðeins úr sárunum til að leyfa þeim að hreinsast. Sárin voru skoluð og þrifin og hann sprautaður nokkrum sinnum,“ segir Arna Bára. Meðan á þessu stóð var Tristan hinn rólegasti miðað við aðstæður og kveinkaði sér lítið. „Við stóðum skelkuð hjá og sögðum honum hvað hann væri duglegur. Þetta tók í raun meira á okkur en hann,“ segir móðirin og hlær. Tristan dvaldi nótt á sjúkrahúsi og fékk sýklalyf til að koma í veg fyrir að illt kæmi í sárin. Að því loknu var honum hleypt heim á nýjan leik þar sem við tók dekur og rólegheit. Arna gerir ráð fyrir að hið sama verði uppi á teningnum í dag og næstu daga enda páskarnir á næsta leiti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira