Áætlun Íslands í krabbameinsmálum til 2020: Endurskoða biðtíma sjúklinga og hækka skatta á óhollum vörum Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júlí 2017 16:30 Óttarr lætur hafa eftir sér að með hækkandi aldri þjóðarinnar og fjölgun íbúa muni tilfellum krabbameins fjölga. Vísir/Stefán Búið er að birta skýrslu ráðgjafarhóps Heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið er yfir áætlun Íslands í krabbameinsmálum. Áætlunin gildir til ársins 2020. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, stóð að baki tillögunni og hefur Óttarr Proppé, núverandi heilbrigðisráðherra, tekið við keflinu. Þetta kemur fram inn á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er fjallað um krabbamein út frá mörgum mismunandi þáttum. Meðal þess sem kemur fram í samantekt skýrslunnar er að lögð verði áhersla á forvarnir og einstaklingsbundið mat. Lagt er til að lög um réttindi sjúklinga verði endurskoðuð og samræmt sjúkraskrárkerfi verið tekið í notkun á öllum sviðum til að auka upplýsingaflæði. Í árangursviðmiðum, sem er að finna í hverjum kafla fyrir sig, er meðal annars rætt um að biðtími sjúklinga verði ásættanlegur þannig að hann verði að hámarki 20 virkir dagar frá upphafi til enda greiningarferlis sem og að hafin verði hópleit á ristils- og endaþarmskrabbameini á þessu ári. Fræðsla um HPV veiruna og húðkrabbamein verður einnig aukin og þátttaka í skimunum efld.Endurskoða krabbameinslyf og auka fjármagnFramboð nýrra krabbameinslyfja verður einnig skoðað og haft að markmiði að Ísland standist sömu kröfur hvað lyf varðar og samanburðarlönd. Einnig segir að úthluta þurfi fjármagni í fjárlögum til rannsókna á krabbameini í íslensku samfélagi. Hluti af áætluninni felur í sér tillögu um að lækka skatta af hollum vörum og hækka skatta á óhollum vörum. Tekjurnar af sköttum óhollra vara renna til eflingu aðgerða um heilbrigða lífshætti. Einnig verður gerð opinber aðgerðaráætlun í tóbaks, áfengis- og vímuvörnum þar sem verði verður stýrt og gjald lagt á sem rennur til Lýðheilsusjóðs. „Við stöndum á krossgötum líkt og ráðgjafarhópurinn bendir á þar sem hækkandi aldur þjóðarinnar og fjölgun íbúa veldur því að á næstu árum mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga mikið. Krabbamein er þungbær sjúkdómur bæði þeim sem greinast og aðstandendum þeirra og gerir jafnframt miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins. Vinna ráðgjafarhópsins sem birtist í meðfylgjandi skýrslu er í þessu ljósi afar mikilvægur grundvöllur fyrir okkur að byggja á ákvarðanir um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið, hvort sem er á sviði forvarna, meðferðar eða annarra þátta“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.Lýðheilsuáætlun þjóðarinnarÍsland er nú komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem gert hafa svipaðar tillögur í sínu heimalandi sem byggði á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2002. Þar er byggt á að tillögur sem þessar séu lýðheilsuáætlun þjóðar eða ríkis sem gera eigi það að verkum að nýjum greiningum á krabbameini fækki og dregið verði úr dánartíðni vegna krabbameina ásamt því að bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein. Lögð verður áhersla á snemmgreiningar, forvarnir og meðferðir. Allt sé þetta gert með jafnræði að leiðarljósi. Búið er að fela verkefnisstjórn að fylgja tillögunni eftir og forgangsraða verkefnum miðað við fjárheimildir. Óskað er eftir tilnefningum í verkefnisstjórnina. Heilbrigðismál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Búið er að birta skýrslu ráðgjafarhóps Heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið er yfir áætlun Íslands í krabbameinsmálum. Áætlunin gildir til ársins 2020. Guðbjartur Hannesson, fyrrverandi velferðarráðherra, stóð að baki tillögunni og hefur Óttarr Proppé, núverandi heilbrigðisráðherra, tekið við keflinu. Þetta kemur fram inn á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er fjallað um krabbamein út frá mörgum mismunandi þáttum. Meðal þess sem kemur fram í samantekt skýrslunnar er að lögð verði áhersla á forvarnir og einstaklingsbundið mat. Lagt er til að lög um réttindi sjúklinga verði endurskoðuð og samræmt sjúkraskrárkerfi verið tekið í notkun á öllum sviðum til að auka upplýsingaflæði. Í árangursviðmiðum, sem er að finna í hverjum kafla fyrir sig, er meðal annars rætt um að biðtími sjúklinga verði ásættanlegur þannig að hann verði að hámarki 20 virkir dagar frá upphafi til enda greiningarferlis sem og að hafin verði hópleit á ristils- og endaþarmskrabbameini á þessu ári. Fræðsla um HPV veiruna og húðkrabbamein verður einnig aukin og þátttaka í skimunum efld.Endurskoða krabbameinslyf og auka fjármagnFramboð nýrra krabbameinslyfja verður einnig skoðað og haft að markmiði að Ísland standist sömu kröfur hvað lyf varðar og samanburðarlönd. Einnig segir að úthluta þurfi fjármagni í fjárlögum til rannsókna á krabbameini í íslensku samfélagi. Hluti af áætluninni felur í sér tillögu um að lækka skatta af hollum vörum og hækka skatta á óhollum vörum. Tekjurnar af sköttum óhollra vara renna til eflingu aðgerða um heilbrigða lífshætti. Einnig verður gerð opinber aðgerðaráætlun í tóbaks, áfengis- og vímuvörnum þar sem verði verður stýrt og gjald lagt á sem rennur til Lýðheilsusjóðs. „Við stöndum á krossgötum líkt og ráðgjafarhópurinn bendir á þar sem hækkandi aldur þjóðarinnar og fjölgun íbúa veldur því að á næstu árum mun einstaklingum sem greinast með krabbamein fjölga mikið. Krabbamein er þungbær sjúkdómur bæði þeim sem greinast og aðstandendum þeirra og gerir jafnframt miklar kröfur til heilbrigðiskerfisins. Vinna ráðgjafarhópsins sem birtist í meðfylgjandi skýrslu er í þessu ljósi afar mikilvægur grundvöllur fyrir okkur að byggja á ákvarðanir um aðgerðir til lengri og skemmri tíma litið, hvort sem er á sviði forvarna, meðferðar eða annarra þátta“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.Lýðheilsuáætlun þjóðarinnarÍsland er nú komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem gert hafa svipaðar tillögur í sínu heimalandi sem byggði á leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2002. Þar er byggt á að tillögur sem þessar séu lýðheilsuáætlun þjóðar eða ríkis sem gera eigi það að verkum að nýjum greiningum á krabbameini fækki og dregið verði úr dánartíðni vegna krabbameina ásamt því að bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein. Lögð verður áhersla á snemmgreiningar, forvarnir og meðferðir. Allt sé þetta gert með jafnræði að leiðarljósi. Búið er að fela verkefnisstjórn að fylgja tillögunni eftir og forgangsraða verkefnum miðað við fjárheimildir. Óskað er eftir tilnefningum í verkefnisstjórnina.
Heilbrigðismál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira