Innlent

Lést við fallið í Kirkjufelli

Kjartan Kjartansson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum við Kirkjufell í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum við Kirkjufell í dag. Vísir
Erlend ferðakona sem féll um fimmtíu metra í Kirkjufelli á Snæfellsnesi er látin. Ríkisútvarpið (RÚV) greindi frá þessu nú í kvöld.

Í frétt RÚV kemur fram að konan hafi komið til landsins ásamt manni sínum og öðru pari. Þrjú þeirra hafi verið á fjallinu í dag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út þegar tilkynnt var um slysið í dag. Náði áhöfn þyrlunnar að hífa konuna upp og flutti hana á Landspítalann í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum Landsbjargar átti slysið sér stað í suðurhlíðum Kirkjufells þar sem mikill bratti er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×