Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Benedikt Bóas skrifar 7. júlí 2017 06:00 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á. Vísir/Stefán Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segist ekki vita um fleiri stúlkur sem Robert hafi brotið á en séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. Á miðvikudag lagði kona fram kæru á hendur Downey fyrir kynferðsbrot og sagði hún sögu sína í fréttum RÚV í gær. Voru brotin af svipuðum toga og hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Hann fékk uppreist æru fyrir skömmu en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. „Anna Katrín, konan sem steig fram í gær, var búin að vera í sambandi við dóttur mína og sækja styrk til hennar, eins og Halla Ólöf sem steig fram í síðustu viku. Við erum í sambandi við fullt af fólki en ég veit ekki af fleiri stúlkum, ekki ennþá. Áður voru þær fjórar en eru nú orðnar sex sem vitað er um. Séu fleiri þarna úti sem hann hefur brotið á auglýsi ég eftir þeim og býð þeim að hafa samband við mig eða Nínu Rún dóttur mína og við förum varlega með allar upplýsingar sem okkur er trúað fyrir. Þær tvær sem hafa stigið fram eftir að Robert fékk lögmannsréttindin hafa átt trúnað okkar þangað til að þær tóku ákvörðun um það sjálfar að segja sína sögu. Þær eru hetjur. Það er hægt að finna okkur á Facebook og senda skilaboð þar og við höfum líka haft aðgang að lögfræðingum sem eru fúsir til að hjálpa,“ segir Bergur en hann vill benda fólki á myllumerkið #höfumhátt þar sem hægt er að sjá flestar umfjallanir um málið. Tengdar fréttir Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Fleiri fréttir Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segist ekki vita um fleiri stúlkur sem Robert hafi brotið á en séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. Á miðvikudag lagði kona fram kæru á hendur Downey fyrir kynferðsbrot og sagði hún sögu sína í fréttum RÚV í gær. Voru brotin af svipuðum toga og hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Hann fékk uppreist æru fyrir skömmu en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. „Anna Katrín, konan sem steig fram í gær, var búin að vera í sambandi við dóttur mína og sækja styrk til hennar, eins og Halla Ólöf sem steig fram í síðustu viku. Við erum í sambandi við fullt af fólki en ég veit ekki af fleiri stúlkum, ekki ennþá. Áður voru þær fjórar en eru nú orðnar sex sem vitað er um. Séu fleiri þarna úti sem hann hefur brotið á auglýsi ég eftir þeim og býð þeim að hafa samband við mig eða Nínu Rún dóttur mína og við förum varlega með allar upplýsingar sem okkur er trúað fyrir. Þær tvær sem hafa stigið fram eftir að Robert fékk lögmannsréttindin hafa átt trúnað okkar þangað til að þær tóku ákvörðun um það sjálfar að segja sína sögu. Þær eru hetjur. Það er hægt að finna okkur á Facebook og senda skilaboð þar og við höfum líka haft aðgang að lögfræðingum sem eru fúsir til að hjálpa,“ segir Bergur en hann vill benda fólki á myllumerkið #höfumhátt þar sem hægt er að sjá flestar umfjallanir um málið.
Tengdar fréttir Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Fleiri fréttir Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Sjá meira
Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00