Býður fram aðstoð fyrir fórnarlömb Roberts Downey Benedikt Bóas skrifar 7. júlí 2017 06:00 Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á. Vísir/Stefán Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segist ekki vita um fleiri stúlkur sem Robert hafi brotið á en séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. Á miðvikudag lagði kona fram kæru á hendur Downey fyrir kynferðsbrot og sagði hún sögu sína í fréttum RÚV í gær. Voru brotin af svipuðum toga og hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Hann fékk uppreist æru fyrir skömmu en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. „Anna Katrín, konan sem steig fram í gær, var búin að vera í sambandi við dóttur mína og sækja styrk til hennar, eins og Halla Ólöf sem steig fram í síðustu viku. Við erum í sambandi við fullt af fólki en ég veit ekki af fleiri stúlkum, ekki ennþá. Áður voru þær fjórar en eru nú orðnar sex sem vitað er um. Séu fleiri þarna úti sem hann hefur brotið á auglýsi ég eftir þeim og býð þeim að hafa samband við mig eða Nínu Rún dóttur mína og við förum varlega með allar upplýsingar sem okkur er trúað fyrir. Þær tvær sem hafa stigið fram eftir að Robert fékk lögmannsréttindin hafa átt trúnað okkar þangað til að þær tóku ákvörðun um það sjálfar að segja sína sögu. Þær eru hetjur. Það er hægt að finna okkur á Facebook og senda skilaboð þar og við höfum líka haft aðgang að lögfræðingum sem eru fúsir til að hjálpa,“ segir Bergur en hann vill benda fólki á myllumerkið #höfumhátt þar sem hægt er að sjá flestar umfjallanir um málið. Tengdar fréttir Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, braut á segist ekki vita um fleiri stúlkur sem Robert hafi brotið á en séu fleiri fórnalömb hans þarna úti vilji hann heyra í þeim. Á miðvikudag lagði kona fram kæru á hendur Downey fyrir kynferðsbrot og sagði hún sögu sína í fréttum RÚV í gær. Voru brotin af svipuðum toga og hann var sakfelldur fyrir árið 2008. Hann fékk uppreist æru fyrir skömmu en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. „Anna Katrín, konan sem steig fram í gær, var búin að vera í sambandi við dóttur mína og sækja styrk til hennar, eins og Halla Ólöf sem steig fram í síðustu viku. Við erum í sambandi við fullt af fólki en ég veit ekki af fleiri stúlkum, ekki ennþá. Áður voru þær fjórar en eru nú orðnar sex sem vitað er um. Séu fleiri þarna úti sem hann hefur brotið á auglýsi ég eftir þeim og býð þeim að hafa samband við mig eða Nínu Rún dóttur mína og við förum varlega með allar upplýsingar sem okkur er trúað fyrir. Þær tvær sem hafa stigið fram eftir að Robert fékk lögmannsréttindin hafa átt trúnað okkar þangað til að þær tóku ákvörðun um það sjálfar að segja sína sögu. Þær eru hetjur. Það er hægt að finna okkur á Facebook og senda skilaboð þar og við höfum líka haft aðgang að lögfræðingum sem eru fúsir til að hjálpa,“ segir Bergur en hann vill benda fólki á myllumerkið #höfumhátt þar sem hægt er að sjá flestar umfjallanir um málið.
Tengdar fréttir Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. 22. júní 2017 07:00