Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Marek Marko en hann er fæddur árið 1986. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er Marek 186 sentimetrar á hæð, sköllóttur með brún augu, grannvaxinn og gengur yfirleitt með sólgleraugu.
Talið er að hann sé klæddur í svarta 66° Norður úlpu, gráar íþróttabuxur, gráa hettupeysu og íþróttaskó.
Marek gæti verið á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel á Akranesi.
Viti einhver um ferðir hans er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.
Lögreglan lýsir eftir karlmanni
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
