Segir erfitt fyrir FME að koma í veg fyrir aðra lundafléttu Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2017 06:00 Jónas Fr. Jónsson vísir/heiða Erfitt getur reynst að verjast skipulögðum og einbeittum vilja til að beita blekkingum. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), aðspurður hvort flétta á borð við þá sem var spunnin í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum gæti endurtekið sig í Arion banka, þar sem hópur vogunarsjóða fer nú með stóran hlut. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum á 30 prósenta hlut í Arion banka. Nú spyrji sig allir hvort þarna sé einhver lundaflétta í gangi. Þingmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum og kallað eftir frekari upplýsingum um nýja eigendur Arion banka. „Ef það er eitthvert baksamkomulag sem er vel skipulagt og falið, þá er mjög erfitt að finna út úr því nema menn detti niður á einhverjar upplýsingar. Það kemur þó venjulega ekki upp fyrr en einhverju síðar þegar eitthvað gerist,“ segir Jónas Fr. Unnur Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri FME, segir eftirlitið betur í stakk búið nú að bregðast við blekkingum eins og þeim sem stundaðar voru í Lundafléttunni svokölluðu þegar Búnaðarbankinn var seldur. „Við erum reynslunni ríkari nú en fyrir fjórtán árum,“ segir Unnur. Á meðal þeirra þingmanna sem fylgjast grannt með gangi mála er Lilja Alfreðsdóttir. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hugsi yfir svörum FME um að Vogunarsjóðirnir þrír fari ekki með virkan eignarhlut. Það er byggt á því að hver og einn á minna en 10% í bankanum. FME segir þar að auki að sjóðirnir hafi ekki haft með sér formlegt samstarf við kaupin, en slíkt samstarf myndi þýða að eignarhluturinn væri virkur. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Erfitt getur reynst að verjast skipulögðum og einbeittum vilja til að beita blekkingum. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), aðspurður hvort flétta á borð við þá sem var spunnin í tengslum við söluna á Búnaðarbankanum gæti endurtekið sig í Arion banka, þar sem hópur vogunarsjóða fer nú með stóran hlut. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur sagt nauðsynlegt að fá nánari upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum á 30 prósenta hlut í Arion banka. Nú spyrji sig allir hvort þarna sé einhver lundaflétta í gangi. Þingmenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum og kallað eftir frekari upplýsingum um nýja eigendur Arion banka. „Ef það er eitthvert baksamkomulag sem er vel skipulagt og falið, þá er mjög erfitt að finna út úr því nema menn detti niður á einhverjar upplýsingar. Það kemur þó venjulega ekki upp fyrr en einhverju síðar þegar eitthvað gerist,“ segir Jónas Fr. Unnur Gunnarsdóttir, núverandi forstjóri FME, segir eftirlitið betur í stakk búið nú að bregðast við blekkingum eins og þeim sem stundaðar voru í Lundafléttunni svokölluðu þegar Búnaðarbankinn var seldur. „Við erum reynslunni ríkari nú en fyrir fjórtán árum,“ segir Unnur. Á meðal þeirra þingmanna sem fylgjast grannt með gangi mála er Lilja Alfreðsdóttir. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hugsi yfir svörum FME um að Vogunarsjóðirnir þrír fari ekki með virkan eignarhlut. Það er byggt á því að hver og einn á minna en 10% í bankanum. FME segir þar að auki að sjóðirnir hafi ekki haft með sér formlegt samstarf við kaupin, en slíkt samstarf myndi þýða að eignarhluturinn væri virkur. „Ég þarf að sjá greininguna hjá Fjármálaeftirlitinu og frekari skýringar til þess að sjá að þetta séu ekki virkir eigendur,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00 Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
FME telur sig geta upplýst um eigendur Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins telur að skoða þurfi hvort kaupendur að samtals 29 prósenta hlut í Arion eigi virkan eignarhlut í bankanum. Þingmaður Framsóknar er hugsi yfir svari FME við fyrirspurn fjármálaráðherra. 5. apríl 2017 06:00
Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Þrír nýju hluthafanna íhuga virkan eignarhlut í Arion 3. apríl 2017 18:42
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30