Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 19:51 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. Fjármálaráðherra segir hins vegar að framlög til heilbrigðismála og annarra innviða verði stóraukin og skuldir ríkissjóðs greiddar hratt niður. Þegar skuldir ríkissjóðs urðu hvað mestar eftir hrun voru þær um 100 prósent af landsframleiðslu en í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þær verði komnar undir 30 prósent eftir tvö ár. Hagur ríkissjóðs hefur því vænkast mikið. Með fjármálaáætlun er ríkisstjórnin í raun að birta áform sín um útgjöld til allra helstu málaflokka ríkisins til næstu fimm ára, eins og til dæmis til vegamála þar sem þörfin er mikil - og til menntamál, háskólanna og heilbrigðismála, þjóðarsjúkrahússins þar sem ekki síður er hrópað eftir meiri útgjöldum. Benedikt Jóhannesson minnti á að þetta væri í annað sinn sem ríkisstjórn leggði fram fjármálaáætlun samkvæmt nýjum lögum og gildir þessi til ársins 2022. „Hún gerir ráð fyrir uppbyggingu innviða, sókn í velferðarmálum, einfaldara skattkerfi og hraðri niðurgreiðslu skulda ríkisins. með öðrum orðum; ábyrg hagstjórn sem miðar að aukinni velsæld, stöðugra gengi og lægra vaxtastigi. Fjármálaráðherra segir útgjöld til heilbrigðismála aukast um 22 prósent eða um rúma 42 milljarða í skrefum á næstu fimm árum og um 13 prósent til annarra velferðarmála.Nýtt þjóðarsjúkrahús mun rísa „Nýtt þjóðarsjúkrahús rís á næstu árum, greiðsluþátttökukerfi sjúklinga verður endurbætt og notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Greiðslur í fæðingarorlofi verða rýmkaðar. Útgjöld til samgöngumála eru aukin um nærri 23 milljarða króna frá fyrri fjármálaáætlun,“ sagði fjármálaráðherra. Í fjármálaáætluninni eru tekjur ríkissjóðs næstu fimm árin einnig áætlaðar, en það er helst þar sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarflokkanna fyrir viljaleysi til að finna tekjur til að standa undir kröfum um stóraukin útgjöld til uppbyggingar innviða. Þar með þrengi stjórnarflokkarnir möguleika hins opinbera til uppbyggingar, því áætlunin nær einnig til sveitarfélaga og stofnana á vegum hins opinbera. Hagstjórnarmarkmið ríkisstjórnarinnar eru aðhald í ríkisrekstri, stöðugleiki og sátt á vinnumarkaði, að sporna gegn gengisstyrkingu krónunnar og efla þjónustu hins opinbera og innviði. „Í þessari áætlun er fetað einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar. Í samræmi við markmið ríkisstjórnarinnar er forgangsraðað í þágu heilbrigðis- og velferðarmála. Á sama tíma og skólastarfið er eflt og milli 20 til 25 milljörðum króna til viðbótar er varið í samgöngumál miðað við síðustu fjármálaáætlun. Áætlunin er metnaðarfull á öllum sviðum. Byggir upp til framtíðar á sama tíma og skuldir eru greiddar niður,“ sagði Benedikt Jóhannesson á Alþingi í dag.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira