Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Hörður Ægisson skrifar 29. nóvember 2017 06:30 Fjármagnstekjuskattur leggst meðal annars á söluhagnað einstaklinga af verðbréfum. vísir/daníel Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar hyggst hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem verður kynntur þegar stjórnin tekur við á ríkisráðsfundi á morgun, fimmtudag. Samtímis því að fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður verða hins vegar einnig gerðar þær breytingar frá því sem nú er að heimilað verður í meiri mæli að draga fjármagnskostnað frá skattstofni fjármagnstekna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Á þessu ári er áætlað að tekjur ríkissjóðs vegna fjármagnstekjuskatts nemi 30,5 milljörðum en samkvæmt fjárlögum næsta árs á skatturinn að skila um 28,5 milljörðum til ríkisins. Hækkun fjármagnstekjuskattsins – úr 20 prósentum í 22 prósent – mun því í besta falli auka tekjur ríkissjóðs um 2 til 3 milljarða króna en þessi skattstofn getur verið afar breytilegur á milli ára. Fulltrúar Vinstri grænna lögðu á það mikla áherslu í stjórnarmyndunarviðræðunum við Sjálfstæðisflokk og Framsókn að skatturinn yrði hækkaður. Fyrstu hugmyndir Katrínar Jakobsdóttur, formanns flokksins, lutu að því að skattur á fjármagnstekjur yrði hækkaður upp í 30 prósent, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þær tillögur fengu afar lítinn hljómgrunn hjá leiðtogum hinna flokkanna, ekki hvað síst Sjálfstæðisflokksins, og jafnframt forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Þá voru einnig uppi hugmyndir í viðræðum flokkanna um að koma á þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Fjármagnstekjuskattur leggst á allar fjármagnstekjur einstaklinga sem teljast til vaxtatekna, arðs, söluhagnaðar fasteigna og verðbréfa og leigutekna utan rekstrar. Ekki er hins vegar greiddur fjármagnstekjuskattur af heildarvaxtatekjum einstaklinga að fjárhæð 125 þúsund, þótt dregin hafi verið staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts af vaxtatekjunum. Þá er að sama skapi ekki greiddur fjármagnstekjuskattur af 50 prósentum af tekjum af útleigu íbúðarhúnæðis.Hækkaður eftir bankahrun Af verðandi stjórnarflokkunum þremur voru Vinstri græn eini flokkurinn sem talaði fyrir hækkun fjármagnstekjuskatts í aðdraganda kosninga til Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar lækka skattinn og jafnframt skattleggja raunávöxtun fjármagnstekna í stað nafnávöxtunar. Framsóknarflokkurinn talaði hvorki fyrir hækkun né lækkun fjármagnstekjuskatts fyrir kosningarnar. Fjármagnstekjuskattur var lengst af, eða allt frá árinu 1996, aðeins tíu prósent en í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins 2008 var skattstofninn hækkaður í tvígang af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Þannig var skatturinn fyrst hækkaður í 18 prósent árið 2010, samhliða því að auðlegðarskattur var einnig lagður á, og aftur ári síðar þegar fjármagnstekjuskatturinn fór upp í 20 prósent.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira