Skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi verði hvorki þaggað niður eða umborið Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 17:49 Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Vísir/GVA „Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor. Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
„Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna #metoo-byltingarinnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að í ljósi þess að Listaháskólinn sé nefndur sem vettvangur einhverra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur taka skýrt fram að þeir harmi mjög slík atvik. Þar segir jafnframt að Listaháskólinn taki umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsi samstöðu sinni með þolendum. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að brugðist hafi verið við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan henni stendur hafi verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Sú umræða sem komin er upp á yfirborðið í tengslum við afhjúpanir #metoo hreyfingarinnar undanfarnar vikur á sér engin fordæmi. Þótt afhjúpanirnar séu vitaskuld löngu tímabærar, hefur samstaða í samfélaginu um að útrýma valdbeitingu, kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna ekki verið nægilega rík fram að þessu til að umræðan næði því máli að hún gæti skipt sköpum líkt og nú.Listaháskóli Íslands tekur umræðunni og upplýsingunni sem henni fylgir af auðmýkt og lýsir samstöðu sinni með þolendum.Brugðist var við innan skólans um leið og umræðan hófst og á meðan á henni stendur hefur verið unnið við að bæta viðbragðsáætlun sem miðar að því að tryggja öllum öruggt umhverfi. Í ljósi þess aðListaháskólinn er á lokaspretti stefnumótunarvinnu hefur einnig verið hafist handa við að endurskoða gagnasöfnun og aðgerðir með það í huga að fyrirbyggja áreitni, valdníðslu og kynbundið ofbeldi innan Listaháskólans. Markmiðið er að taka af allan vafa um að slíkt atferli verði ekki liðið, hvort heldur sem litið er til nemenda eða starfsmanna. Einnig verður í auknum mæli horft til valdeflingar nemenda í námi til þess að þeir gangi styrkari inn í þau kerfi sem þeir koma til með að starfa í þegar námi lýkur. Listaháskólinn ber ríka ábyrgð við að gæta þess að nemendur hans geti eftir útskrift stuðlað að umbyltingu og þróun samfélagsgerðarinnar á þann veg að jafnræðis sé gætt í öllu orði og æði innan þeirra list- og hönnunargreina sem kenndar eru við skólann.Í ljósi þess að Listaháskólinn, á þeim tveimur áratugum sem hann hefur starfað, er nefndur sem vettvangur einhverra þeirra frásagna sem konur hafa deilt undanfarna daga vilja stjórnendur skólans taka skýrt fram að þeir harma mjög slík atvik. Það er skýrt markmið Listaháskólans að ofbeldi á borð við það sem #metoo hreyfingin hefur afhjúpað verði hvorki þaggað niður eða umborið.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor.
Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Stjórnendur menningarstofnana hér á landi ætla að láta gera faglega úttekt á áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum. 29. nóvember 2017 11:21