Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2017 19:24 Sólmundur Hólm Sólmundsson. Vísir/Stefán Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni. Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm greinir frá því á Facebook að hann sé ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferð hans lokið. Sólmundur, eða Sóli eins og hann er jafnan kallaður, sagði frá því október síðastliðnum að hann hefði verið greindur með Hodgkins eitlakrabbamein í júlí síðastliðnum. Fyrsta ágúst síðastliðinn hófst lyfjameðferð þar sem hann mætti í lyfjagjöf á tveggja vikna fresti en hann hefur ekki farið í slíka lyfjagjöf frá 6. nóvember. Engin krabbameinsvirkni Í síðustu viku fór hann í þriðja sinn til Kaupmannahafnar í PET-skanna og sýndi sú skoðun að eitlarnir sem voru með krabbamein hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. „Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neins staðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið.“ Hann segist ekki enn vera búinn að ná þessum tíðindum og eigi bágt með að trúa að hann þurfi ekki að mæta í lyfjagjöf á mánudag. „Það er hins vegar staðreynd,“ segir hann í færslunni á Facebook. Hann segir jákvæðni hafa haldið sér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem hann hefur í sínu lífi. Eitt sem hann kemur til með að sakna „Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu (sambýliskonu hans) en mér að sumu leyti,“ segir Sóli. Hann segir stórt verkefni fram undan við að koma sér aftur í form. „Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum.“ Með færslunni deilir hann myndum sem ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson tók af honum daginn áður en hann byrjaði í lyfjameðferð og svo aðra sem hann tók daginn eftir að Sóli fékk að vita að hann væri ekki með krabbamein. „Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess J,“ segir Sóli í færslunni.
Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50