Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 21:40 Reykháfar kolaorkuvers bera við þinghúsið í Washington. Bandaríkin eru á leið úr alþjóðasamstarfi gegn loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína. Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína.
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37