Valur getur orðið meistari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason í leik gegn Val sem getur orðið meistari í dag. vísir/stefán Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Valur á í dag möguleika á að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug en þá fara allir leikir nítjándu umferðar fram. Þrátt fyrir að lítil spenna sé um sjálfan titilinn hafa öll lið deildarinnar að einhverju að keppa í dag. „Ég held að það sé pottþétt að titillinn sé svo gott sem tryggður hjá Val,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur íþróttadeildar um Pepsi-deildina. Valur kemst með sigri á KA norðan heiða í dag í 43 stig en aðeins Stjarnan og FH geta náð 43 stigum úr þessu en þurfa þá að vinna alla leiki sína sem eftir eru. Það þýðir að titillinn er Valsmanna með sigri á Akureyri, ef Stjarnan og FH misstíga sig bæði. Valur er næstsigursælasta félag í sögu Íslandsmótsins með 20 titla. Sá næsti verður hins vegar aðeins annar titill félagsins í 30 ár en síðast urðu Valsmenn meistarar fyrir áratug.Baráttan um Evrópusæti ÍBV er þegar með öruggt sæti í forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigur liðsins í Borgunarbikarnum. Tvö önnur lið komast í keppnina, þau sem hafna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan (31 stig) og FH (28 stig og leikur til góða) standa þar best að vígi en KR kemur næst á eftir með 26 stig. „Því miður fyrir KR-inga þá er KR ekki að fara í Evrópukeppnina miðað við spilamennsku liðsins,“ segir Hjörvar en Vesturbæingar hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum og steinlágu fyrir ÍBV á heimavelli í síðasta leik, 3-0. „FH-ingar eru einfaldlega betri en KR-ingar í dag. En ef KR ætlar sér að vera með í baráttunni um Evrópusæti þá verða þeir að vinna í Kópavogi í dag og ég held að það gæti verið afar erfitt,“ segir hann.Jón Þór Hauksson stýrði ÍA til sigurs í síðustu umferð. Þrátt fyrir sigurinn eru Skagamenn í vondum málum.vísir/vilhelmÁtta lið í fallbaráttu? Mesta spennan í deildinni er líklega um hvaða tvö lið falla. ÍA stendur reyndar langverst að vígi í þeirri baráttu með þrettán stig – sjö stigum frá öruggu sæti. En Skagamenn halda enn í vonina á meðan hún er enn til staðar. Eitt stig skilur að liðin í næstu þremur sætum fyrir ofan. Fjölnir og Víkingur Ólafsvík eru með 20 stig en ÍBV, sem mætir Grindavík í dag, er með nítján. „Hingað til hefur það nægt í 12 liða deild að vera með 21 stig til að halda sér uppi. Það er fremur lítið og við munum að Þróttur féll með 22 stig í tíu liða deild árið 2003. Það gæti alveg gerst að lið gæti fallið með 25 stig í ár,“ bendir Hjörvar á. Það þýðir að Víkingur Reykjavík (23 stig), KA og Breiðablik (24 stig hvort) sem og spútniklið Grindavíkur (25 stig) eru öll enn í fallhættu. „Grindvíkingar eru ekki alveg sloppnir. Ef Eyjamenn vinna þá í kvöld, þá er Grindavík, sem var eitt heitasta liðið í byrjun tímabils, komið í vesen,“ sagði Hjörvar. Grindavík hefur vissulega snöggkólnað en liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Markametið í hættu Ef Grindavík ætlar sér að eiga góðan endasprett þarf liðið að fá stórt framlag frá Andra Rúnari Bjarnasyni, markahæsta leikmanni deildarinnar, sem enn er að gæla við að bæta markamet efstu deildar á Íslandi. Það stendur í nítján mörkum og er orðið 39 ára gamalt. Andri Rúnar hefur skorað fimmtán mörk í sumar en enginn hefur skorað fleiri á sama tímabilinu síðan Björgólfur Takefusa skoraði sextán mörk árið 2009, ári eftir að liðum var fjölgað í tólf í efstu deild. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 17.00 nema viðureign Stjörnunnar og Víkings Ólafsvíkur sem hefst klukkan 19.15. Fylgst verður grannt með gangi mála í öllum leikjum á íþróttavef Vísis og umferðin gerð upp á ítarlegan máta í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 21.15.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira