Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2017 12:53 Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. Fólk í menningargeiranum keppist nú við að lofa og prísa og læka Lilju Alfreðsdóttur Framsóknarflokki sem í gær greindi frá því að hún vilji leggja fram frumvarp þar sem kveðið verður á um að virðisaukaskattur á bækur verði aflagður. „Það var frábært að sjá og heyra í gærkvöldi þegar Lilja D. Alfredsdottir sagði frá væntanlegu frumvarpi um afnám virðisaukaskatts á bækur,“ segir Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, kátur á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Eins og sjá má hefur Lilja uppi hástemmd orð um mikilvægi bókmenningar. Egill Örn hefur margoft áður bent á að staða íslenskrar bókaútgáfu sé grafalvarleg, meðal annars vegna virðisaukaskattsins, en segir að þeir sem þar starfi hafi til þessa „alltof oft talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna.“ En, hann vonast til þess að frumvarp Lilju falli í kramið í þinginu. Mikill fögnuður braust út á Facebook í gærkvöldi í kjölfar þessara yfirlýsinga Lilju. Og líkast til á Framsóknarflokkurinn ekki svo góðu veðri að venjast úr menningargeiranum. Stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, vildu gjarnan þessa Lilju kveðið hafa, svo sem Logi Einarsson formaður Samfylkingar sem lýsti sig þessu sammála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir á síðu Egils Arnar: „Ég hefði átt að lauma þeim drögum að slíku frumvarpi sem ég er að vinna að til hennar. Líklega skynsamlegt að við ræðum saman.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Fólk í menningargeiranum keppist nú við að lofa og prísa og læka Lilju Alfreðsdóttur Framsóknarflokki sem í gær greindi frá því að hún vilji leggja fram frumvarp þar sem kveðið verður á um að virðisaukaskattur á bækur verði aflagður. „Það var frábært að sjá og heyra í gærkvöldi þegar Lilja D. Alfredsdottir sagði frá væntanlegu frumvarpi um afnám virðisaukaskatts á bækur,“ segir Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, kátur á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Eins og sjá má hefur Lilja uppi hástemmd orð um mikilvægi bókmenningar. Egill Örn hefur margoft áður bent á að staða íslenskrar bókaútgáfu sé grafalvarleg, meðal annars vegna virðisaukaskattsins, en segir að þeir sem þar starfi hafi til þessa „alltof oft talað fyrir daufum eyrum stjórnmálamanna.“ En, hann vonast til þess að frumvarp Lilju falli í kramið í þinginu. Mikill fögnuður braust út á Facebook í gærkvöldi í kjölfar þessara yfirlýsinga Lilju. Og líkast til á Framsóknarflokkurinn ekki svo góðu veðri að venjast úr menningargeiranum. Stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, vildu gjarnan þessa Lilju kveðið hafa, svo sem Logi Einarsson formaður Samfylkingar sem lýsti sig þessu sammála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir á síðu Egils Arnar: „Ég hefði átt að lauma þeim drögum að slíku frumvarpi sem ég er að vinna að til hennar. Líklega skynsamlegt að við ræðum saman.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira