Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2017 21:30 Teikning af nýrri brú yfir Hornafjörð. Grafík/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan: Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta verða mikla samgöngubót en andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla til að hindra verkið. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Björn Inga Jónsson, bæjarstjóra Hornafjarðar, og Hjalta Egilsson, bónda á Seljavöllum í Nesjum. Þessi fyrsti áfangi er rúmlega fjögurra kílómetra vegarkafli að brúarstæðinu að vestanverðu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu en með því fæst um ellefu kílómetra stytting hringvegarins.Veglínan er áformuð þvert yfir Hornafjörð og sunnan við flugvöllinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta styttir vegalengdir hér verulega mikið fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hér inn í þéttbýlið, fyrir íbúa hér vestan við okkur. Fyrir utan það, þetta styttir hringveginn alveg gífurlega mikið,“ segir bæjarstjórinn. Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót þykir barns síns tíma, einbreið og óslétt. Bæjarstjórinn hefur áhyggur af því að verkið sé ófjármagnað af hálfu Alþingis. „Þetta er um fjögurra milljarða króna verkefni. Á þessu ári er verið að tala um að setja í þetta 150-200 milljónir. Þannig að það vantar náttúrlega töluvert upp á,“ segir Björn Ingi.Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En ekki eru allir sáttir, innan héraðs eru harðir andstæðingar. „Við munum ekki gefa okkur fyrr en í fulla hnefana. Við munum aldrei gefa okkur. Þetta mun enda fyrir dómstólum, þetta mál, - ef þessu verður haldið til streitu, - þessari leið,“ segir Hjalti á Seljavöllum. Hann segir landeigendur mótfallna vegstæðinu, það spilli ræktarlandi. „Þar að auki er þetta náttúrufræðilega mjög vafasamt. Þessi leið fór verst út úr umhverfismati,“ segir Hjalti.Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bæjarstjórinn segir verkefnið eiga sér yfir tíu ára aðdraganda og það hafi farið í gegnum allt lögboðið ferli. „Við getum ekki alltaf öll verið sátt. En við þurfum að beygja okkur stundum undir það að það sé meirihlutinn sem ræður. Þetta þykir það mikið framfaraskref af meirihluta íbúa þessa sveitarfélags. Ég held að það sé alveg klárt mál að við þurfum að vinna þá út frá því,“ segir bæjarstjórinn.Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er einbreið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hjalti segir landeigendur reiðubúna að ræða um aðra leið, sem kæmi fyrir ofan garðlöndin og flugvöllinn. „Hún mundi valda minnstum umhverfisspjöllum og mundi þjóna eftir sem áður hagsmunum allra íbúa hér á svæðinu,“ segir bóndinn á Seljavöllum. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan:
Tengdar fréttir Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43 Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Bændur á Hornafirði stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra landeigenda á Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. 8. ágúst 2007 13:43
Nýja brúin sem lætur menn hossast minna í Hornafirði Hún verður önnur mesta stytting hringvegarins frá því Hvalfjarðargöng voru opnuð. 9. maí 2016 20:45