Stefnt á þrettán nýjar hleðslustöðvar Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2017 17:03 Til að hvetja til orkuskipta í samgöngum og fjölgun rafbíla verður rafmagnið á hleðslustöðvunum endurgjaldslaust. Vísir/GEtty Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í dag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborginni. Í tilkynningu frá borginni segir að slíkar hleðslustöðvar séu í samræmi við markmið Reykjavíkur um að styðja við umhverfisvæna samgöngumáta, draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði í borginni. Um er að ræða svokallaðar hæghleðslustöðvar sem hlaða rafbíla að fullu á tveimur til fimm klukkustundum. Þær verða á veggjum bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs og á stöndum með hleðsluúrtökum við götustæði. „Til að hvetja til orkuskipta í samgöngum og fjölgun rafbíla verður rafmagnið á hleðslustöðvunum endurgjaldslaust. Sú ákvörðun er tímabundin þar til annað verður ákveðið,“ segir í tilkynningunni. „Bílastæði með hleðslustöðvum við götur sem Reykjavíkurborg rekur verða gjaldfrjáls fyrstu 90 mínúturnar líkt og önnur gjaldskyld stæði fyrir vistvæn ökutæki. Gerð verður krafa um það í útboðsgögnum að samningsaðili útvegi og starfræki rekstrarkerfi fyrir hleðslustöðvarnar og að notendum bjóðist smáforrit fyrir snjalltæki þar sem m.a. má sjá lausar stöðvar.“ Áætlað er að heildarkostnaðurinn verði um 40 milljónir króna. Styrkur frá Orkusjóði er tæpar ellefu milljónir. Reiknað er með að framkvæmdir við uppsetningu hleðslustöðvanna hefjist í október og standi fram í mars á næsta ári. Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í dag að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborginni. Í tilkynningu frá borginni segir að slíkar hleðslustöðvar séu í samræmi við markmið Reykjavíkur um að styðja við umhverfisvæna samgöngumáta, draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og bæta loftgæði í borginni. Um er að ræða svokallaðar hæghleðslustöðvar sem hlaða rafbíla að fullu á tveimur til fimm klukkustundum. Þær verða á veggjum bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs og á stöndum með hleðsluúrtökum við götustæði. „Til að hvetja til orkuskipta í samgöngum og fjölgun rafbíla verður rafmagnið á hleðslustöðvunum endurgjaldslaust. Sú ákvörðun er tímabundin þar til annað verður ákveðið,“ segir í tilkynningunni. „Bílastæði með hleðslustöðvum við götur sem Reykjavíkurborg rekur verða gjaldfrjáls fyrstu 90 mínúturnar líkt og önnur gjaldskyld stæði fyrir vistvæn ökutæki. Gerð verður krafa um það í útboðsgögnum að samningsaðili útvegi og starfræki rekstrarkerfi fyrir hleðslustöðvarnar og að notendum bjóðist smáforrit fyrir snjalltæki þar sem m.a. má sjá lausar stöðvar.“ Áætlað er að heildarkostnaðurinn verði um 40 milljónir króna. Styrkur frá Orkusjóði er tæpar ellefu milljónir. Reiknað er með að framkvæmdir við uppsetningu hleðslustöðvanna hefjist í október og standi fram í mars á næsta ári.
Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira