Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 10:32 Verjendur Shkreli segja að hann segi heimskulega hluti á netinu. Það þýði þó ekki að hann sé ofbeldishneigður. Vísir/AFP Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.
Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15
Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57
Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36