Óeðlilegt að fólk komist upp með dýraníð með því að flýja land Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 20:41 Atvikið átti sér stað skammt frá bænum Núpi í Berufirði, en bæinn má sjá hægra megin á þessari mynd. Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“ Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“
Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30
Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21
Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09