Körfubolti

NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. vísir/anton
Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum.

Frammistaða miðherjans Tryggva Snæs Hlinasonar vekur ekki bara athygli evrópskra liða heldur hefur hann heillað NBA-njósnara sem eru farnir að skrifa um þennan öfluga körfuboltamann.

Twitter-síðan NBADraftProspects segir frá honum og eins og Mike Smith sem skrifar fyrir stærstu netsíðuna sem fjallar um mögulega framtíðarleikmenn í NBA. Þá líkir blaðamaður Hoopshype Tryggva Snæ við NBA-goðsögnina Tim Duncan.  















Menn eru oft að slá um sig á samfélagsmiðlum og fara oft fram úr sér en það sem er ljóst er það vita allir núna hver íslenski miðherjinn frá Svartárkoti í Bárðardal er.

Tryggvi var með 13 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 varin skot í sigrinum á Svíum en hann var með hæsta framlag allra leikmanna keppninnar í riðlakeppninni.

Tryggvi hefur því ekki aðeins hjálpað íslenska landsliðinu að komast í átta liða úrslit í fyrsta sinn sem tuttugu ára liðið spilar í A-deildinni heldur er hann kominn inn á borð hjá mönnum sem eru að skrifa um leikmenn sem gætu verið á leiðinni í NBA-deildina í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Naumt tap gegn Frökkum

U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi.

Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×