Yfirmaður hjá Icelandair sendur í leyfi vegna rannsóknar FME Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2017 06:00 Hlutabréfaverð Icelandair hefur rétt úr kútnum og hækkað um 20 prósent frá því í byrjun júní. Vísir/Vilhelm Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Beinist rannsókn FME, samkvæmt heimildum Markaðarins, að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega 30 prósent. Í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins staðfestir Icelandair að félagið hafi í lok maí síðastliðins fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. „Viðkomandi starfsmaður fór þá strax í leyfi frá störfum sínum og verður þar til rannsókninni lýkur,“ segir í svari Icelandair. Félagið segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið.Kom fjárfestum í opna skjöldu Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða miðvikudaginn 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um átta milljarða króna, og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ sagði meðal annars í tilkynningu Icelandair. Afkomuviðvörun flugfélagsins kom fjárfestum á markaði í opna skjöldu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 24 prósent – úr 22,1 krónum á hlut í 16,8 krónur á hlut – og 27 milljarðar af markaðsvirði Icelandair Group þurrkuðust út á aðeins einum viðskiptadegi. Þegar hlutabréfaverð Icelandair var í hæstu hæðum í apríl 2016 var Icelandair metið á um 195 milljarða en í kjölfar afkomuviðvörunar félagsins í byrjun febrúar hafði virði þess lækkað samanlagt um 110 milljarða á aðeins níu mánuðum. Gengi bréfa Icelandair hafði lækkað nokkuð dagana áður en afkomuviðvörun félagsins var gerð opinber. Þannig stóð hlutabréfaverð félagsins í 23,4 krónum á hlut við lokun markaða 25. janúar en gengið lækkaði samtals um ríflega fimm prósent það sem eftir lifði janúarmánaðar. Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að falla næstu vikur og mánuði eftir afkomuviðvörun félagsins og fór lægst í rúmlega 13 krónur á hlut í apríl. Frá því í byrjun júnímánaðar hefur gengi bréfa flugfélagsins rétt nokkuð úr kútnum og hækkað um liðlega 20 prósent. Þannig sendi félagið frá sér tilkynningu eftir lokun markaða 6. júlí síðastliðinn um að farþegum Icelandair hafi í júní fjölgað um um 11 prósent á milli ára. Þá jókst framboðsnýting um 11 prósent og sætanýting hækkaði einnig nokkuð frá fyrra ári og var 85,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Yfirmaður hjá Icelandair hefur verið sendur í leyfi frá störfum vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins (FME) á meintum brotum á lögum um verðbréfaviðskipti. Beinist rannsókn FME, samkvæmt heimildum Markaðarins, að viðskiptum með bréf í félaginu í aðdraganda þess að Icelandair Group sendi frá sér tilkynningu til Kauphallarinnar 1. febrúar þar sem afkomuspá félagsins fyrir 2017 var lækkuð um liðlega 30 prósent. Í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins staðfestir Icelandair að félagið hafi í lok maí síðastliðins fengið upplýsingar um að starfsmaður þess hefði stöðu grunaðs í rannsókn vegna meintra brota á lögum um verðbréfaviðskipti. „Viðkomandi starfsmaður fór þá strax í leyfi frá störfum sínum og verður þar til rannsókninni lýkur,“ segir í svari Icelandair. Félagið segist ekki hafa frekari upplýsingar um málið.Kom fjárfestum í opna skjöldu Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða miðvikudaginn 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um átta milljarða króna, og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn,“ sagði meðal annars í tilkynningu Icelandair. Afkomuviðvörun flugfélagsins kom fjárfestum á markaði í opna skjöldu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 24 prósent – úr 22,1 krónum á hlut í 16,8 krónur á hlut – og 27 milljarðar af markaðsvirði Icelandair Group þurrkuðust út á aðeins einum viðskiptadegi. Þegar hlutabréfaverð Icelandair var í hæstu hæðum í apríl 2016 var Icelandair metið á um 195 milljarða en í kjölfar afkomuviðvörunar félagsins í byrjun febrúar hafði virði þess lækkað samanlagt um 110 milljarða á aðeins níu mánuðum. Gengi bréfa Icelandair hafði lækkað nokkuð dagana áður en afkomuviðvörun félagsins var gerð opinber. Þannig stóð hlutabréfaverð félagsins í 23,4 krónum á hlut við lokun markaða 25. janúar en gengið lækkaði samtals um ríflega fimm prósent það sem eftir lifði janúarmánaðar. Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að falla næstu vikur og mánuði eftir afkomuviðvörun félagsins og fór lægst í rúmlega 13 krónur á hlut í apríl. Frá því í byrjun júnímánaðar hefur gengi bréfa flugfélagsins rétt nokkuð úr kútnum og hækkað um liðlega 20 prósent. Þannig sendi félagið frá sér tilkynningu eftir lokun markaða 6. júlí síðastliðinn um að farþegum Icelandair hafi í júní fjölgað um um 11 prósent á milli ára. Þá jókst framboðsnýting um 11 prósent og sætanýting hækkaði einnig nokkuð frá fyrra ári og var 85,7 prósent. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira