Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair flutti alls 3,7 milljónir farþega í millilandaflugi 2016 og fjölgaði þeim um 20% frá fyrra ári. Þrátt fyrir að bréf félagsins hafi lækkað mikið á síðasta ári þá var rekstrarniðurstaða Icelandair sú næstbesta í 80 ára sögu félagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið „meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. Þeir gefa lítið fyrir það sem þeir kalla „þunnar skýringar“ félagsins, þar sem meðal annars hefur verið vísað til þess að hægst hafi á bókunum að undanförnu og óvissu vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum, og gagnrýna að ekkert hafi komið fram hvernig eigi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka tekjur félagsins. „Tilkynning Icelandair kom markaðsaðilum í opna skjöldu,“ segir Daði Kristjánsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, í samtali við Markaðinn um kolsvarta afkomuviðvörun sem félagið sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt henni mun EBITDA-hagnaður Icelandair – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verða 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala og dragast saman um 30 prósent 2017. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir dala, eða jafnvirði rúmlega átta milljarða króna. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði 2010 til 2016 samhliða hagstæðum ytri aðstæðum og miklum uppgangi í ferðaþjónustu, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Þrátt fyrir erfiðara rekstrarumhverfi áttu engu að síður fáir von á því hlutabréfaverð Icelandair Group myndi hrynja um 24 prósent á aðeins einum viðskiptadegi – og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins samtímis þurrkast út. Daði bendir á að greinendur hafi, áður en Icelandair sendi frá sér afkomuviðvörunina, verið að spá því að EBITDA á núverandi ári yrði á bilinu 210 til 240 milljónir dala. „Það er því skiljanlegt að markaðurinn hafi brugðist harkalega við þessum fréttum.“Þetta var í þriðja sinn á níu mánuðum sem flugfélagið lækkaði afkomuspá sína. Fjárfestar bíða þess nú með eftirvæntingu að sjá hvaða aðgerðir félagið ætlar að kynna til að snúa þessari þróun við og eins líta margir til þess hvort breytingar verði á stjórn Icelandair á aðalfundi sem verður haldinn 3. mars næstkomandi. Afar líklegt er talið að hluthafar, en lífeyrissjóðir eiga samanlagt meira en helmingshlut, muni vilja fá ný andlit inn í stjórn flugfélagsins.Tiltrú fjárfesta lítil Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í Icelandair, segir í samtali við Markaðinn að tilkynning félagsins til Kauphallarinnar hafi komið á óvart og valdið vonbrigðum. Fyrri yfirlýsingar stjórnenda, ásamt nýlegum tölum um farþegaflutninga, hafi ekki gefið til kynna að afkomuspá félagsins fyrir 2017 yrði lækkuð eins mikið og raun ber vitni. „Eins og staðan er núna er ljóst að tiltrú fjárfesta á félaginu er lítil,“ segir Svanhildur Nanna, og bætir við: „Hin nýja afkomuspá skilur eftir fleiri spurningar en svör. Við hluthafar félagsins þurfum að öðlast meiri skilning á því hvað er að valda þessari lækkun – hvort um sé að ræða tímabundna aðlögun að óhagstæðu rekstrarumhverfi eða varanlegri breytingar sökum aukinnar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Uppgjörsfundur félagsins [sem fer fram í dag, miðvikudag] verður því enn þýðingarmeiri en ella. Fjárfestar munu vilja fá ítarlegri útskýringar á stöðunni og svör um hvernig félagið hyggist bregðast við þessari stöðu. Stjórnendur ættu líklega að taka frá góðan tíma fyrir spurningar enda er það í þeirra valdi að auka trú fjárfesta á félaginu og fullvissa markaðinn um að þeir hafi stjórn á ferlinu og skýra áætlun um hvernig þeir ætli að takast á við breyttar aðstæður.“Lífeyrissjóðir stærstir Icelandair er ekki eins og hvert annað félag á hinum íslenska hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að það sé ekki lengur verðmætasta skráða fyrirtækið – Marel trónir þar á toppnum með markaðsvirði upp á meira en 200 milljarða – þá hefur það borið höfuð og herðar yfir önnur félög hvað varðar viðskipti með bréf þess í Kauphöllinni. Þannig námu viðskipti með bréf Icelandair Group 140 milljörðum í fyrra, eða sem nam 25 prósentum af heildarviðskiptum með hlutabréf á öllu árinu. Þá hefur hlutabréfamarkaðurinn oftar en ekki á undanförnum misserum og árum sveiflast eftir því hvernig gengi Icelandair hefur verið hverju sinni. Sumir viðmælendur Markaðarins á fjármálamarkaði nefna að með hliðsjón af þeirri miklu lækkun sem hefur orðið á hlutabréfaverði Icelandair þá séu líkur til þess að félagið muni ekki lengur spila sambærilegt hlutverk á markaði. Ekki er langt síðan að stór viðskipti voru með bréf í Icelandair þegar hópur fjárfesta keypti fyrir samanlagt um 1,5 milljarða í félaginu 20. janúar síðastliðinn. Það voru markaðsviðskipti Landsbankans sem höfðu umsjón með þeim viðskiptum en á meðal kaupenda, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, voru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og tryggingafélag. Gengi bréfa Icelandair hækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum þann dag og stóð í 22,65 krónum á hlut við lokun markaða. Þau viðskipti þóttu til marks um, að sögn sumra viðmælenda Markaðarins, að mögulega væri hið versta að baki hjá félaginu. Svo reyndist ekki vera. Hjá stærstu hluthöfum Icelandair, lífeyrissjóðunum, hefur hin mikla lækkun á hlutabréfaverði félagsins – þau hafa fallið í verði um 60 prósent frá því í lok apríl 2016 – rýrt verulega bókfært virði bréfa þeirra í félaginu. Þannig hefur markaðsverðmæti Icelandair minnkað um 120 milljarða frá því að hlutabréfaverð félagsins var í hæstu hæðum. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem stærsti einstaki hluthafi Icelandair með 14,7 prósenta hlut, hefur á þessum tíma þurft að horfa upp á eign sína lækka að markaðsvirði um meira en 17 milljarða. Þegar gengi bréfanna stóð hvað hæst nam virði hlutarins um 27 milljörðum, sem jafngilti nærri fimm prósentum af heildareignum sjóðsins. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, hluthafi í Icelandair, segir að eins og staðan er núna sé "lítil tiltrú fjárfesta á félaginu."Lággjaldaflugfélögin sækja á Daði nefnir sérstaklega að gengi hlutabréfa Icelandair á markaði hefur lækkað á hverjum einasta degi – samtals um 32 prósent – frá því að „tilkynningin örlagaríka var birt fyrir viku. Það virðist fyrst og fremst vera vegna þess að markaðsaðilar telja að þær upplýsingar sem komu fram í tilkynningunni hafi ekki útskýrt nægilega vel hvernig félagið ætlar að bregðast við þessari erfiðu stöðu. Mikilvægt er að stjórnendur Icelandair leggi fram ítarlega og trúverðuga áætlun um hvernig það verði gert á uppgjörsfundi á miðvikudagsmorgun [í dag].“ Icelandair, líkt og mörg önnur flugfélög, hefur þurft að mæta vaxandi samkeppni með því að lækka fargjöld en útlit er fyrir að vel á þriðja tug flugfélaga muni fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar. „Þetta aukna framboð,“ útskýrir Daði, „hefur haft í för með sér lægri meðalfargjöld en Icelandair gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir erfiðar horfur til skemmri tíma virðist Icelandair ekki ætla að draga saman seglin og minnka framboð á næstunni þar sem félagið metur langtímahorfur góðar. Það má því leiða líkur að því að félagið búist við að önnur flugfélög muni draga úr framboði sínu hingað til lands á næsta ári. Erfitt er samt að spá um hvort það verði raunin.“Horfir Icelandair til SAS? Í uppfærðu verðmati á Icelandair, sem hagfræðideild Landsbankans sendi frá sér síðastliðið miðvikudagskvöld, kom meðal annars fram að „eins og staðan er í dag lítur út fyrir að Icelandair sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktúr hefðbundins (e. full service) flugfélags“. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segir einnig að hinar nýju væntanlegu vélar Icelandair, en þær fyrstu verða afhentar á næsta ári, hafi aldrei verið mikilvægari. „Á sama tíma og flugfargjöld eru lág og olíuverð á uppleið þá er ljóst að sparneytnar vélar skipta verulegu máli.“ Á meðan tekjur Icelandair eru að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri eru um 30 prósent af kostnaði félagsins í íslenskum krónum. Gengisstyrking krónunnar, sem flestir búast við að muni halda áfram á næstu misserum, hefur því neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Þá hefur greining Capacent bent á aukinn launakostnað sem hlutfall af veltu, sem gæti orðið um 27 prósent á árinu, sem veigamikla ástæðu þess að EBITDA-hagnaður félagsins fer lækkandi. Daði segir það alveg ljóst að hluthafar Icelandair muni krefjast skýrari svara um hvernig eigi að ná niður kostnaði samhliða aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. „Forstjóri félagsins hefur sagt í fjölmiðlum að verið sé að íhuga að taka upp töskugjöld og að gera félagið sýnilegra á bókunarvélum en líklega þarf meira til en það.“ Að mati Daða mun Icelandair vafalaust skoða frekari leiðir til hagræðingar. „Það verður áhugavert að sjá hvort félagið muni í þeim efnum horfa til nýlegra aðgerða skandinavíska flugfélagsins SAS sem ætlar að opna starfsstöðvar í London og á Spáni, með flugrekstrarleyfi frá Írlandi. SAS hefur einnig fundið harkalega fyrir aukinni samkeppni undanfarið og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um ríflega 40% á einu ári. Þessi aðgerð var leið SAS til þess að bregðast við erfiðu umhverfi og miðar hún meðal annars að því að ná niður launakostnaði með því að ráða ódýrari starfsmenn en hægt er að gera í Skandinavíu. Þetta er vitaskuld ekki óumdeild aðgerð þar sem störf í heimalöndunum geta tapast en hún var engu að síður samþykkt af stjórn SAS þrátt fyrir að vera í tæplega helmingseigu danska, norska og sænska ríkisins.“Daði Kristjánsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica finance, segir "mikilvægt að stjórnendur Icelandair leggi fram ítarlega og trúverðuga aðgerðaáætlun."Íhugar stjórnarframboð Í samtölum við stærstu hluthafa vilja þeir ekkert gefa upp um hvort þeir séu farnir ráða ráðum sínum varðandi mögulega uppstokkun á stjórn félagsins. Hins vegar, eins og einn hluthafi segir við Markaðinn, þá „ætti það ekki að koma neinum á óvart ef það yrðu breytingar á stjórninni í ljósi þess sem á undan hefur gengið“. Svanhildur Nanna, sem er á meðal stærstu hluthafa, ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Erni Þórðarsyni, í tryggingafélaginu VÍS og Kviku fjárfestingabanka bauð sig fram í stjórn Icelandair á aðalfundi flugfélagsins í mars í fyrra en hlaut ekki brautagengi. Aðspurð segir Svanhildur Nanna að það komi vissulega til greina að bjóða sig fram á ný í stjórn Icelandair, en aðalfundur verður 3. mars næstkomandi, sjái hún fram á að hluthafar séu tilbúnir í breytingar á stjórn félagsins. Svanhildur segist löngum hafa verið þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að jafnvægi ríki milli svonefndra óháðra stjórnarmanna og stjórnarmanna sem hafa beina hagsmuni af árangri félaganna. „Það skortir nokkuð á það jafnvægi í stjórn Icelandair eins og sakir standa,“ segir hún. Þau hjónin hafa minnkað lítillega hlut sinn í félaginu að undanförnu en fjárfestingafélag þeirra á í dag um 15 milljónir hluta. Miðað við gengi bréfa í Icelandair er sá hlutur metinn á um 230 milljónir en engir einkafjárfestar eru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið „meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. Þeir gefa lítið fyrir það sem þeir kalla „þunnar skýringar“ félagsins, þar sem meðal annars hefur verið vísað til þess að hægst hafi á bókunum að undanförnu og óvissu vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum, og gagnrýna að ekkert hafi komið fram hvernig eigi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka tekjur félagsins. „Tilkynning Icelandair kom markaðsaðilum í opna skjöldu,“ segir Daði Kristjánsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, í samtali við Markaðinn um kolsvarta afkomuviðvörun sem félagið sendi frá sér rétt fyrir opnun markaða síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt henni mun EBITDA-hagnaður Icelandair – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verða 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala og dragast saman um 30 prósent 2017. Það er lækkun upp á 60 til 70 milljónir dala, eða jafnvirði rúmlega átta milljarða króna. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði 2010 til 2016 samhliða hagstæðum ytri aðstæðum og miklum uppgangi í ferðaþjónustu, hefur farið að síga á ógæfuhliðina hjá félaginu. Þrátt fyrir erfiðara rekstrarumhverfi áttu engu að síður fáir von á því hlutabréfaverð Icelandair Group myndi hrynja um 24 prósent á aðeins einum viðskiptadegi – og 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins samtímis þurrkast út. Daði bendir á að greinendur hafi, áður en Icelandair sendi frá sér afkomuviðvörunina, verið að spá því að EBITDA á núverandi ári yrði á bilinu 210 til 240 milljónir dala. „Það er því skiljanlegt að markaðurinn hafi brugðist harkalega við þessum fréttum.“Þetta var í þriðja sinn á níu mánuðum sem flugfélagið lækkaði afkomuspá sína. Fjárfestar bíða þess nú með eftirvæntingu að sjá hvaða aðgerðir félagið ætlar að kynna til að snúa þessari þróun við og eins líta margir til þess hvort breytingar verði á stjórn Icelandair á aðalfundi sem verður haldinn 3. mars næstkomandi. Afar líklegt er talið að hluthafar, en lífeyrissjóðir eiga samanlagt meira en helmingshlut, muni vilja fá ný andlit inn í stjórn flugfélagsins.Tiltrú fjárfesta lítil Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í Icelandair, segir í samtali við Markaðinn að tilkynning félagsins til Kauphallarinnar hafi komið á óvart og valdið vonbrigðum. Fyrri yfirlýsingar stjórnenda, ásamt nýlegum tölum um farþegaflutninga, hafi ekki gefið til kynna að afkomuspá félagsins fyrir 2017 yrði lækkuð eins mikið og raun ber vitni. „Eins og staðan er núna er ljóst að tiltrú fjárfesta á félaginu er lítil,“ segir Svanhildur Nanna, og bætir við: „Hin nýja afkomuspá skilur eftir fleiri spurningar en svör. Við hluthafar félagsins þurfum að öðlast meiri skilning á því hvað er að valda þessari lækkun – hvort um sé að ræða tímabundna aðlögun að óhagstæðu rekstrarumhverfi eða varanlegri breytingar sökum aukinnar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Uppgjörsfundur félagsins [sem fer fram í dag, miðvikudag] verður því enn þýðingarmeiri en ella. Fjárfestar munu vilja fá ítarlegri útskýringar á stöðunni og svör um hvernig félagið hyggist bregðast við þessari stöðu. Stjórnendur ættu líklega að taka frá góðan tíma fyrir spurningar enda er það í þeirra valdi að auka trú fjárfesta á félaginu og fullvissa markaðinn um að þeir hafi stjórn á ferlinu og skýra áætlun um hvernig þeir ætli að takast á við breyttar aðstæður.“Lífeyrissjóðir stærstir Icelandair er ekki eins og hvert annað félag á hinum íslenska hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að það sé ekki lengur verðmætasta skráða fyrirtækið – Marel trónir þar á toppnum með markaðsvirði upp á meira en 200 milljarða – þá hefur það borið höfuð og herðar yfir önnur félög hvað varðar viðskipti með bréf þess í Kauphöllinni. Þannig námu viðskipti með bréf Icelandair Group 140 milljörðum í fyrra, eða sem nam 25 prósentum af heildarviðskiptum með hlutabréf á öllu árinu. Þá hefur hlutabréfamarkaðurinn oftar en ekki á undanförnum misserum og árum sveiflast eftir því hvernig gengi Icelandair hefur verið hverju sinni. Sumir viðmælendur Markaðarins á fjármálamarkaði nefna að með hliðsjón af þeirri miklu lækkun sem hefur orðið á hlutabréfaverði Icelandair þá séu líkur til þess að félagið muni ekki lengur spila sambærilegt hlutverk á markaði. Ekki er langt síðan að stór viðskipti voru með bréf í Icelandair þegar hópur fjárfesta keypti fyrir samanlagt um 1,5 milljarða í félaginu 20. janúar síðastliðinn. Það voru markaðsviðskipti Landsbankans sem höfðu umsjón með þeim viðskiptum en á meðal kaupenda, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, voru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og tryggingafélag. Gengi bréfa Icelandair hækkaði um rúmlega þrjú prósent í viðskiptum þann dag og stóð í 22,65 krónum á hlut við lokun markaða. Þau viðskipti þóttu til marks um, að sögn sumra viðmælenda Markaðarins, að mögulega væri hið versta að baki hjá félaginu. Svo reyndist ekki vera. Hjá stærstu hluthöfum Icelandair, lífeyrissjóðunum, hefur hin mikla lækkun á hlutabréfaverði félagsins – þau hafa fallið í verði um 60 prósent frá því í lok apríl 2016 – rýrt verulega bókfært virði bréfa þeirra í félaginu. Þannig hefur markaðsverðmæti Icelandair minnkað um 120 milljarða frá því að hlutabréfaverð félagsins var í hæstu hæðum. Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem stærsti einstaki hluthafi Icelandair með 14,7 prósenta hlut, hefur á þessum tíma þurft að horfa upp á eign sína lækka að markaðsvirði um meira en 17 milljarða. Þegar gengi bréfanna stóð hvað hæst nam virði hlutarins um 27 milljörðum, sem jafngilti nærri fimm prósentum af heildareignum sjóðsins. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, hluthafi í Icelandair, segir að eins og staðan er núna sé "lítil tiltrú fjárfesta á félaginu."Lággjaldaflugfélögin sækja á Daði nefnir sérstaklega að gengi hlutabréfa Icelandair á markaði hefur lækkað á hverjum einasta degi – samtals um 32 prósent – frá því að „tilkynningin örlagaríka var birt fyrir viku. Það virðist fyrst og fremst vera vegna þess að markaðsaðilar telja að þær upplýsingar sem komu fram í tilkynningunni hafi ekki útskýrt nægilega vel hvernig félagið ætlar að bregðast við þessari erfiðu stöðu. Mikilvægt er að stjórnendur Icelandair leggi fram ítarlega og trúverðuga áætlun um hvernig það verði gert á uppgjörsfundi á miðvikudagsmorgun [í dag].“ Icelandair, líkt og mörg önnur flugfélög, hefur þurft að mæta vaxandi samkeppni með því að lækka fargjöld en útlit er fyrir að vel á þriðja tug flugfélaga muni fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar. „Þetta aukna framboð,“ útskýrir Daði, „hefur haft í för með sér lægri meðalfargjöld en Icelandair gerði ráð fyrir. Þrátt fyrir erfiðar horfur til skemmri tíma virðist Icelandair ekki ætla að draga saman seglin og minnka framboð á næstunni þar sem félagið metur langtímahorfur góðar. Það má því leiða líkur að því að félagið búist við að önnur flugfélög muni draga úr framboði sínu hingað til lands á næsta ári. Erfitt er samt að spá um hvort það verði raunin.“Horfir Icelandair til SAS? Í uppfærðu verðmati á Icelandair, sem hagfræðideild Landsbankans sendi frá sér síðastliðið miðvikudagskvöld, kom meðal annars fram að „eins og staðan er í dag lítur út fyrir að Icelandair sé að selja lággjaldafargjöld með kostnaðarstrúktúr hefðbundins (e. full service) flugfélags“. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, segir einnig að hinar nýju væntanlegu vélar Icelandair, en þær fyrstu verða afhentar á næsta ári, hafi aldrei verið mikilvægari. „Á sama tíma og flugfargjöld eru lág og olíuverð á uppleið þá er ljóst að sparneytnar vélar skipta verulegu máli.“ Á meðan tekjur Icelandair eru að langstærstum hluta í erlendum gjaldeyri eru um 30 prósent af kostnaði félagsins í íslenskum krónum. Gengisstyrking krónunnar, sem flestir búast við að muni halda áfram á næstu misserum, hefur því neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Þá hefur greining Capacent bent á aukinn launakostnað sem hlutfall af veltu, sem gæti orðið um 27 prósent á árinu, sem veigamikla ástæðu þess að EBITDA-hagnaður félagsins fer lækkandi. Daði segir það alveg ljóst að hluthafar Icelandair muni krefjast skýrari svara um hvernig eigi að ná niður kostnaði samhliða aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum. „Forstjóri félagsins hefur sagt í fjölmiðlum að verið sé að íhuga að taka upp töskugjöld og að gera félagið sýnilegra á bókunarvélum en líklega þarf meira til en það.“ Að mati Daða mun Icelandair vafalaust skoða frekari leiðir til hagræðingar. „Það verður áhugavert að sjá hvort félagið muni í þeim efnum horfa til nýlegra aðgerða skandinavíska flugfélagsins SAS sem ætlar að opna starfsstöðvar í London og á Spáni, með flugrekstrarleyfi frá Írlandi. SAS hefur einnig fundið harkalega fyrir aukinni samkeppni undanfarið og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um ríflega 40% á einu ári. Þessi aðgerð var leið SAS til þess að bregðast við erfiðu umhverfi og miðar hún meðal annars að því að ná niður launakostnaði með því að ráða ódýrari starfsmenn en hægt er að gera í Skandinavíu. Þetta er vitaskuld ekki óumdeild aðgerð þar sem störf í heimalöndunum geta tapast en hún var engu að síður samþykkt af stjórn SAS þrátt fyrir að vera í tæplega helmingseigu danska, norska og sænska ríkisins.“Daði Kristjánsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica finance, segir "mikilvægt að stjórnendur Icelandair leggi fram ítarlega og trúverðuga aðgerðaáætlun."Íhugar stjórnarframboð Í samtölum við stærstu hluthafa vilja þeir ekkert gefa upp um hvort þeir séu farnir ráða ráðum sínum varðandi mögulega uppstokkun á stjórn félagsins. Hins vegar, eins og einn hluthafi segir við Markaðinn, þá „ætti það ekki að koma neinum á óvart ef það yrðu breytingar á stjórninni í ljósi þess sem á undan hefur gengið“. Svanhildur Nanna, sem er á meðal stærstu hluthafa, ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Erni Þórðarsyni, í tryggingafélaginu VÍS og Kviku fjárfestingabanka bauð sig fram í stjórn Icelandair á aðalfundi flugfélagsins í mars í fyrra en hlaut ekki brautagengi. Aðspurð segir Svanhildur Nanna að það komi vissulega til greina að bjóða sig fram á ný í stjórn Icelandair, en aðalfundur verður 3. mars næstkomandi, sjái hún fram á að hluthafar séu tilbúnir í breytingar á stjórn félagsins. Svanhildur segist löngum hafa verið þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að jafnvægi ríki milli svonefndra óháðra stjórnarmanna og stjórnarmanna sem hafa beina hagsmuni af árangri félaganna. „Það skortir nokkuð á það jafnvægi í stjórn Icelandair eins og sakir standa,“ segir hún. Þau hjónin hafa minnkað lítillega hlut sinn í félaginu að undanförnu en fjárfestingafélag þeirra á í dag um 15 milljónir hluta. Miðað við gengi bréfa í Icelandair er sá hlutur metinn á um 230 milljónir en engir einkafjárfestar eru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira