Enski boltinn

Aðstoðarmaður Ancelotti að taka við Swansea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Clement með Ancelotti á hliðarlínunni gegn Hoffenheim í vetur.
Clement með Ancelotti á hliðarlínunni gegn Hoffenheim í vetur. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea verða væntanlega komnir með nýjan þjálfara fyrir næsta leik í ensku úrvalsdeildinni en talið er að Paul Clement taki við velska liðinu.

Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöld að það væri aðeins eftir að ganga frá formsatriðunum.

Ryan Giggs, Harry Redknapp, Chris Coleman og Gary Rowett hafa allir verið orðaðir við stöðuna.

Stjórn Swansea ræddi meðal annars við Clement áður en Bob Bradley sem nýlega lét af störfum sem knattspyrnustjóri liðsins tók við liðinu.

Swansea situr í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir nítján umferðir en félagið hefur þegar rekið tvo knattspyrnustjóra.

Clement verður samkvæmt heimildum Sky í stúkunni þegar Swansea mætir Crystal Palace á þriðjudaginn.

Var hann rekinn sem stjóri Derby í febrúar en hann hefur verið aðstoðarmaður Ancelotti hjá Paris Saint-Germain, Real Madrid og Chelsea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×