Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2017 20:00 Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira