Macron sækir ráðherrana frá hægri, vinstri og miðju Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 13:26 Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Vísir/EPA Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez. Frakkland Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez.
Frakkland Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira